Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 44
ÞÁTTUR JONS BENEDIKTSSONAR Á HOLUM
1. Gail, sem er elzt, hún er gift lögregluþjóni í Winnipeg. Eiga þau
2 börn, son 7 ára og dóttur 5 ára.
2. Björn Gunnar. Hann er kvæntur og á þriggja ára son.
3. Franklín (sem er yngstur systkinanna) stundar skólanám.
b) Jón (John) gerðist hárgreiðslumaður og fór vestur að hafi.
Seinni kona hans heitir Kathy. Þau búa í Vancouver.
c) Lilja Sigríður (Lily, Mrs. G. L. Wilson). Hún giftist skozkum
eða írskum manni 1938, Gordon að nafni. Börn þeirra:
1. Bill f. 1941, kv. 1961. Nafn konunnar er mér ekki kunnugt.
Bill er mjög söngvinn og góður píanóleikari.
2. og 3. Tvíburadætur f. 1945. Þær eru báðar giftar. Urðu snemma
vel þekktar sem balletdansmeyjar, fríðar sýnum og vel gefnar stúlkur.
Þá er ég lýk þessu ófullkomna niðjatali, er mér skylt að biðja af-
sökunar á því, sem vansagt er eða ónákvæmt kann að reynast. í þessu
efni má segja, að ég eigi um langan veg að spyrja „sönn tíðindi."
Mikillar hjálpar hef ég notið frá frú Ragnheiði O. Björnsson, kaup-
konu á Akureyri. Hún gaf mér niðjatal Gunnars og brást fljótt og
vel við, er ég beiddi hana liðveizlu.
Á sama hátt hafa þeir verið mér liðtækir hjálparmenn, doktor
Finnbogi Guðmundsson og prófessor Haraldur Bessason. Ég vil færa
þeim öllum bezm þakkir.
Enga mun það gleðja meir en mig, hve niðjar Jóns Benediktssonar
hafa gengizt vel við. Vestur-íslendinga af þessum ættum hef ég enga
séð, nema þær systur, Laufeyju og Svövu Benediktsdætur. Þær veitm
mér þá ánægju að sækja mig heim, er þær voru á ferð hér heima um
áaslóðir sumarið 1963. Þótti mér mikils vert um gáfur þeirra og glæsi-
leika, virðulega framkomu og alúð. Vil ég ljúka þessum orðum með
því að hnupla frá próf, Haraldi Bessasyni nokkrum línum úr niður-
lagi bréfs, er hann sendi mér: „Að því er ég bezt veit, þá hafa afkom-
endur Jóns Benediktssonar hér vestra aukið hróður ættar sinnar og
raunar íslenzku þjóðarinnar allrar. Hafi Hóla-Jón iðrazt eftir dauðann,
má honum hafa orðið huggun í því, að niðjar hans hafa unnið ýmis
þau afrek, sem gamla manninum varð ekki auðið að vinna á sínum
jarðvistardögum..”
42