Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 56
SKAGFIRÐINGABÓK
verra en svo, að þar gátu biskup og menn hans, sem voru margir tugir,
notið húsaskjóls og matar í langan tíma.
Mjög er ósennilegt, að til forna hafi aðeins verið einn bær í Málm-
ey. Gömul munnmæli herma, að fyrir svartadauða 1402-4 hafi verið
þar fimm bæir og svokölluð hálfkirkja (eða bænhús). Sést enn í dag
vel móta fyrir veggjum hennar og kallast Bænhústóft. í kringum
hana hefur verið garður, og mátti vel sjá fyrir hluta af honum, þegar
ég fór úr eynni. Innan þess garðs mátti og greina allmargar aflangar
þúfur, sem allar sneru austur-vestur, án vafa leiði hinna fornu íbúa
eyjarinnar.*
Skammt vestan við bæinn er allbrött hæð, sem heitir Ás. Uppi á
honum er mikið af fornum tóftarbrotum, sem eflaust eru bæjarrústir
frá löngu liðnum öldum. Einnig sjást þar leifar af gömlum tún-
görðum.**
Neðan undir Ásnum, í norðvesturátt frá bænum, er gamall brunnur,
sem Gvendarbrunnur nefnist, og er mér ekki kunnugt um, að annað
sé til minja um dvöl hins góða biskups í Málmey.
Suður á eynni eru móar, sem kallaðir eru Stekkjarmóar. í þeim
miðjum eru fornar tóftir, sem eru miklu stærri um sig og hærri en svo,
að þar geti aðeins verið um stekk að ræða. í norðausturátt frá Stekk-
num, skammt frá austurbakka eyjarinnar, vottar einnig fyrir mjög
fornum tóftarbrotum.
Þjóðsögur og hjátrú
Málmey hefur ekki farið varhluta af ýmiss konar hjátrú og hindur-
vitnum frekar en sumar aðrar eyjar við landið. Að sjálfsögðu átti
huldufólk og álfar að ganga þar ljósum logum, en hitt var þó lakara,
* Bænhúsið í Málmey var lagt niður með konungsbréfi I7. maí I765.
** „Hér hefur verið á eyjunni ein hjáleiga til forna, það er nú kallað tipp á
Koti. Enginn minnist til þeirrar byggðar, en þó eru þar ljós byggðarmerki."
(Jarðabók Á. M.).
54