Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 136
ÆVINTÝRALEGT STRAND
eftir SÉRA JÓN SKAGAN
Næstyzti bærinn við Skagafjörð vestanverðan heitir Þang-
skáli og stendur við sjó fram, eins og nafnið bendir til. Fram af hon-
um liggur breið vík með lágri og rekasælli fjöru til beggja handa. í
fjörunni er að jafnaði mikið af þangi og öðrum sjávargróðri, einkum
að sumarlagi. Úti á víkinni sunnanverðri liggur sker eitt, sem er all-
mikið um sig, þegar lágsjávað er. Þar er sellátur og selalagnir og jafn-
framt hvíldarstaður ýmiss konar sjófugla, þegar ekki er stórviðri eða
brim.
Það er sumardagur, nánar til tekið 28. júlí árið 1900. Logn er á og
niðaþoka, ein af þessum hnausþykku hafþokum, sem ósjaldan leggjast
yfir nyrztu og austustu tanga landsins. Sjórinn er dauður, aðeins suð-
andi smábárur við kletta og sanda. Þriggja ára drengur er einn á stjái
í fjörunni fram undan bænum. Hann öslar í þaranum, ánægður með
náttúruna og sjálfan sig og hirðir lítt um, þótt hann vökni eða hnjóti.
Það er svo margt, sem kallar til hans, vekur athygli hans og ánægju.
Margar kollur með mergð unga synda rétt utan við fjörusteinana og
velta sér og bylta á ýmsa vegu. Sumir unganna bregða á leik, skríða
ýmist upp í fjöruna eða út aftur og eru fljótir í förum. Sveininn unga
langar mjög til að ná handfestu á þessum fallegu og fjörmiklu grönn-
um sínum. En hann er alltaf of seinn, þegar á reynir; steypir líka oft-
ast stömpum, þegar hann eykur hraðann eða teygir fram hendurnar.
Kollurnar og blikarnir, sem synda rólega rétt utan við fjöruborðið,
taka ekki heldur mikið mark á honum. Þau vagga sér mjúklega í lá-
deyðunni og gefa frá sér værðarhljóð, ef til vill stundum nokkru
háði blandin. Ungir selir skjóta við og við kollinum upp úr lognöld-
unni og glotta ertnislega í áttina til litla landkrabbans í fjörunni.
134