Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 187
RITDÓMAR
greinilegt, að allt jafnvægi er betra en áður. Persónurnar í paradísarbók Indr-
iða taia það mál, sem lesandinn væntir, en á því hefur verið nokkur mis-
brestur. Bókin er glöggt vitni þess, hvað vandvirkni og sjálfsögun er mikið
grundvallaratriði í sköpun lífvænlegra bókmennta og einskis þarfnast íslenzk-
ar bókmenntir meira á þessum tímum, þegar margt bendir til, að þjóðin sé
á góðum vegi með að verða viðskila við forn og ný menningarverðmæti sín.
Aðalgeir Kristjánsson.
GUÐMUNDUR L. FRIÐFINNSSON:
UNDIR LJÓSKERINU.
Sagnaþættir. 97 bls.
ísafoldarprentsmiðja, Rvík 1967.
í kveri þessu eru níu sagnaþættir, söguvettvangur Skagafjarðardalir,
einkum Austurdalur. Fyrsti þátturinn heitir Forspjall og fjallar um Brynjólf
Eiríksson, kennara frá Skatastöðum, og ættmenn hans. Brynjólfur var merkis-
maður, stundaði barnakennslu um áratugi með góðum árangri, var stálminnug-
ur fróðleiksmaður og athugull í bezta lagi. Af honum hlýmr að vera mikil
saga, en ekki eru honum gerð viðhiítandi skil í þessari bók, þótt höfundur hefði
af honum náin kynni. Greint er frá foreldrum Brynjólfs, en Eiríkur faðir hans
var kunnur maður á sinni tíð. Kvæði eftir hann eru geymd í Landsbókasafni.
Ekki er í þau vitnað, má þó ætla, að þau hefðu gefið góða hugmynd um
manninn.
Lengsti þáttur bókarinnar fjallar um Gísla sterka Arnason á Skatastöðum,
móðurbróður Eiríks, og Guðmund Guðmundsson á Abæ. Sagnirnar um Gísla
eru skemmtilegar og gefa nokkra hugmynd um þennan sérlundaða berserk,
Guðmundi eru aftur á móti lítil skil gerð, þó auðsætt, að vinna hefði mátt þann
þátt mun betur. Hinir þættir bókarinnar eru slysafrásagnir af sömu slóðum. Uppi-
staðan í þeim eru vangaveltur og ágizkanir höfundar, ívafið sagnafá heimild
um slysfarir, þar eð samtima heimildir mun skorta að mestu, jafnvel óvíst,
hvernig sum slysin hefur að höndum borið. Það eru því ekki kyn, þótt frásögn-
in sé bláþráðótt.
Höfundurinn getur þess í Forspjallinu, að stofninn að þáttum þessum sé
runninn frá Brynjólfi Eiríkssyni. Hann segir svo frá vinnubrögðum sínum,
er hann hefur skráð sagnirnar eftir Brynjólfi: „Prófaði ég síðan sannleiksgildi,
eftir því sem ritaðar heimildir, mér tiltækar, hrukku til . . ." Loks getur hann
185