Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 13
SÖGUFÉLAG SKAGFIRÐINGA ÞRJÁTÍU ÁRA
ekki gætt þess að skrifa á bak þeirra, af hverjum myndin er. Mynda-
söfnun þessi er nauðsynleg vegna útgáfu æviskránna. Formaður bóka-
safnsstjórnar, Kristján C. Magnússon, hefur annazt sérstaldega um
þennan þátt félagsstarfsins, og með mikilli prýði.
Sýslubókasafn Skagafjarðarsýslu var stofnað árið 1904, en hafði
verið lítill sómi sýndur og ávallt búið við mjög slæm skilyrði. Um það
leyti sem Sögufélagið var stofnað, ákvað sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
að reisa bókhlöðu fyrir safnið. Studdi Sögufélagsstjórnin að þeim
framkvæmdum. Húsið, sem var tvílyft steinhús, var upphaflega reist
í félagi við Steingrím Arason frá Víðimýri, er átti efri hæð þess, og
annaðist haún bókavörzluna.
Þegar flutt var í hina nýju bókhlöðu, var safnið mjög illa komið,
bækur þess úr sér gengnar og lélegar vegna slæmra húsakynna. Sr.
Helgi Konráðsson, sem þá var nýlega fluttur til Sauðárkróks, var
fenginn til að skrásetja safnið og skipuleggja. Annaðist hann það starf
í mörg ár og vann þar mikið og gott verk. Árið 1956 keypti safnið
eignarhluta Steingríms í húsinu. Héraðsskjalasafnið hafði þá stóraukið
verkahring bókasafnsins frá því sem áður var og orðin löggilt stofnun,
og auk þess geymt þar ljósmyndasafn Sögufélagsins, sem áður getur.
Við þessa ráðstjöfun rýmdist allmikið um söfnin, sem fyrir voru, en
húsrýmið reyndist óhentugt til þeirra nota, sem því var ætlað.
Haustið 1964 var svo komið, að augljóst var, að Sýslubókasafnið og
Héraðsskjalasafiiið voru að sprengja gamla húsið utan af sér og að
húsnæðisskortur mundi standa söfnum þessum stórlega fyrir þrifum
þegar á næstu árum. Til þess að ráða bót á þessu lagði stjórn safnanna
til, að reist yrði safnahús á Sauðárkróki fyrir Sýslubókasafnið og
Héraðsskjalasafnið, svo og fyrir önnur söfn, er Skagfirðingum þætti
ástæða til að koma upp á næstu áratugum. Jafnfrámt ákvað stjórn
safnanna að snúa sér til ríkisstjórnarinnar og bjóða henni gamla bóka-
safnshúsið til kaups fyrir virðingarverð til afnota fyrir væntanlega
lögreglustöð á Sauðárkróki, en húsið er áfast núverandi fangageymslu.
Hefur ríkisstjórnin fallizt á kaupin, og má telja þau vís, þegar söfnin
hafa verið flutt í hina nýju safnabyggingu.
Hið nýja safnahús, sem nú er í smíðum, er reist suður með
brekkunum á Sauðárkróki, spölkorn sunnan við gamla bókasafnið, og
11