Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 127
FRÁ HARÐINDAVORINU 1887
yfirstandandi ár, veiti ég hér með mín beztu meðmæli, þar eð mér er
kunnugt, að fjárfellirinn er voðalegur hjá mönnunum, og það jafn-
vel hjá þeim, sem voru nokkurn veginn heybirgir, af því heyið var
svo illa verkað í fyrra. Ég álít helmingseftirgjöf á landskuldunum í
vor og þessa árs gjöldum hæfilegan afslátt, jafnvel þó sumir hafi beð-
ið um meira, en sumir um minna, og hinn sama afslátt legg ég til, að
þeir fái, sem ekki hafa enn sent bónarbréf, en sem ég má búast við að
fá á hverjum degi.
Þetta hallærismál óska ég amtinu mætti þóknast að senda lands-
höfðingjanum sem allra fyrst, með sínum mikilsmegandi meðmæl-
um.
Ási, 18. júní 1887
Ólafur Sigurðsson
Til
Norður- og Austuramtsins
Þar sem svo er nú komið, að við undirritaðir erum búnir að missa
tilfinnanlega af skepnum okkar, og missum daglega, eigi aðeins ung-
lömb, heldur líka fullorðið fé, svo alls er óvíst, hvað lifa kann af því
fáa, sem við nú höfum undir höndum, þá hefðum við orðið því fegn-
astir, hefðum við nú á einhvern hátt getað losazt við ábýlisjarðir okk-
ar nú þegar, en á hina síðuna vitum við þó gjörla, að þó við eigum
næstum ómögulegt með að búa sökum fellisins og segðum okkur frá
jörðunum nú, þá er ekki einungis ómögulegt fyrir umboðsmann eða
landsdrottinn (hver sem hann er) að geta tekið slíkt til greina um
þennan tíma árs, heldur er lausasögn um þetta leyti öllum lögum ó-
samkvæm, hvernig svo sem á stendur, og verðum við því, hvernig sem
fer, að reyna að halda við jarðirnar í þetta sinn, þrátt fyrir það, að við
engan veg sjáum til þess að geta búið á jafn stórum og skuldaþungum
jörðum sem þessar ábýlisjarðir okkar eru, og haldið svo margt fólk
sem eðlilega útheimtist til uppvinnslu slíkra jarða, þegar við fyrst í
haust eftir hið afar harða sumar urðum að lóga skepnum okkar (kúm
og kindum) okkur til stórskaða, og síðan að miklum kostnaði, armæðu
og fyrirhöfn lengi þreyttri að missa máske fullan helming af þeim
125