Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
Benediktsson er að öðru leyti orðinn félaus hvort sem er, sýnist mér
því eftir atvikum að eigi sé lengur nauðsyn til að synja honum fjárfor-
rasðis." Telur hann og, að Jón sé heill á sál og líkama.
Hreppsnefnd Hólahrepps gaf honum einnig meðmæli eða vottorð
(dags. 19. október 1885). Er þar sagt, að hann (þ. e. Jón) sé gæddur
fullri ráðdeild til að hafa hönd yfir þeim litlu efnum, sem hann nú
eigi eða eignast kynni, geti hún því ekki fundið að neinu leyti ísjár-
vert, að honum sé aftur veitt fjárforræði.
Þetta vottorð er undirritað af öllum nefndarmönnum sama dag og
áður getur. Méð líkum rökum gefur Jóhannes á Reykjum honum
meðmæli sín.
Oddviti hreppsnefndar, Jón Sigurðsson á Skúfsstöðum, fer svo með
þessi gögn á fund amtmanns og er þó vonlítill um góð erindi. Á hann
áður tal við nafna sinn, sem þá er í furðulega létm skapi og segir hik-
laust, að erindið muni ganga að óskum. Segir Jón Benediktsson nafna
sínum að taka mark á því, að er hann komi á yzm mörk kaupstaðarins,
muni hann mæta póstinum á göm, gangi hann svo á fund amt-
manns, sem muni taka honum vel og afgreiða erindi hans með æski-
legum hætti. Jón oddviti sagði mér, að allt hefði gengið nákvæmlega
eftir spá nafna síns. Amtmaður veitti Jóni fjárforræði 23. desember
1885. Jón kvittar Jóhannes fjárhaldsmann sinn um hrein skil af hans
hendi 27. marz 1886.
Mjög varð Jón því feginn, er hann hafði endurheimt réttindi sín,
orðinn frjáls maður og laus úr banni. Gat hann litið á örlög sín af
meiri víðsýni en áður og talið sér nokkrar raunabætur. í samtali, sem
hann átti við góðvin sinn, þá er hér var komið, játaði hann, að illa og
ógæfusamlega hefði sér farið. Sagðist hann vita, að öllum væri star-
sýnt á það, hve miklum auði hann hefði sóað. Hann reyndi ekki að
bera á móti því, að sök sín væri mikil, en hlutverk sitt hefði einhver
hlotið að vinna, samkvæmt órofalögmáli: Mikill auður héldist aldrei
lengi í ættum, hann hlyti jafnan að dreifast. Þá er tímar liðu fram,
skipti það ekki máli, hvort hann hefði heitið Jón eða Guðmundur,
er sundraði Hólaauð. Hann hefði vafalaust verið misjafnlega vel
fenginn. Svo væri jafnan um mikið auðsafn, og gæti því ekki geymzt
mörgum ættliðúm. Margir sagði hann, að hefðu auðgazt á skiptum
30