Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 100
SKAGFIRÐINGABÓK
vestan og austan, hafi tjaldað búðir þar á meðan þingið stóð. Þeir,
er nær bjuggu, hafa getað riðið þangað að morgni og heim að kvöldi.
Þetta gæti verið skýringin á því, hve búðatóftirnar eru fáar.
Hvenær þetta þing hefur lagzt niður, er erfitt að segja, en líklegt er,
að þess væri einhvers staðar getið í rimm, ef það hefði verið lengi
við lýði, eftir að ritöld hófst. Mætti því ætla, að það hefði lagzt niður
á fyrri hluta þjóðveldistímans, ef til vill fyrir eða um 1100. Þó er
þetta aðeins tilgáta mín, eins og raunar allt, sem ég hef að framan
ritað um þetta þing.
Líklega hefur það ekki verið neitt einsdæmi á söguöld, að goðar
héldu leiðarþing víðar en aðeins á vorþingstöðum til að auðvelda
almenningi að sækja þau. En goðarnir hafa séð, að nauðsynlegt var,
að almenningur vissi hvaða lög giltu í landinu hverju sinni og hverjir
væru sekir skógarmenn og fleira því um líkt. Þannig gemr Kr. Kálund
í fyrrnefndri bók sinni (bls. 190) um Lögrétmtætmr og Lögrétmnes
hjá Svalbarði í Þistilfirði. Má telja líklegt, að þar hafi verið leiðar-
þing fyrir nálægar byggðir, því að þaðan var langt að sækja til Þing-
eyjarþings eða Sunnudalsþings. Einnig er mjög líklegt, að leiðarþing
hafi verið haldin á söguöld við Vallalaug í Hólmi og að það hafi
verið upphafið að því, að héraðsþingið var síðar háð þar (líklega á
14. öld) og síðast var þar svonefnt þriggja hreppa þing (Sjá Kr. Ká-
lund, bls. 66).
Endað á bóndadaginn 1965.
98