Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 113
FJALLIÐ MITT
höfuð sitt í himinblámanum á aðfangadagskvöld jóla og stjörnurnar
tindruðu úti í djúpbláum geimnum, þótti mér sem slík tign og helgi-
ró væri ekki af þessum heimi. Þá hvíldi heilagur friður yfir fjallinu.
Þeim friði sló inn í unga sál í litlum kotbæ við fjallsræturnar.
Aldrei fremur en þá þótti mér sem fjallið væri að hlusta. Það var
eins og það héldi niðri í sér andanum og hlustaði af öllum mætti.
Það hlustaði í allri sinni ýturvöxnu stærð, allt frá efsta tindi niður til
fjallsróta. Mér þótti þá sem enginn mætti rjúfa þessa helgu þögn.
En á hvað var fjallið að hlusta? Það vissi ég ekki. Það var leyndar-
dómur þagnarinnar. Var það kannski að hlusta á söng hnattanna úti
í óendanleikanum? Var það kannski að hlusta á sveiflur atómagnanna í
klettaveggjunum? Eða var það kannski að hlusta á nið aldanna, sem
streymdu fram hjá með óstöðvandi þunga að einhverju óþekktu regin-
hafi, sem var óendanlegt eins og eilífðin og himingeimurinn? Eða
var það að hlusta á skóhljóð kynslóðanna, sem fram hjá gengu í þögulli
skrúðgöngu með sinn pílagrímsstaf? Það var líka hugsanlegt, að það
væri að hlusta á fjarlægan söng austan af Betlehemsvöllum, sem
boðaði öllu mannkyni frið á jörð. Ég stalst stundum út á hlað til að
lauga mig í þessari þögn, á meðan ég beið eftir því, að dagsbrúnin
hyrfi af vesturhimninum. Þegar hún var horfin, hugsaði ég mér, að
nóttin helga kæmi til okkar yfir fjallsbrúnina. Þessi djúpa kyrrð knúði
mig líka til að hlusta, en ég heyrði ekkert - og þó, kannski var það
aðeins niður míns unga blóðs? Á þessum smndum var fjallið heilagt
fjall. Og sú helgi hvíldi yfir því, þangað til á þriðja í jólum. Þá varð
það aftur eins og það átti að sér að vera. Það var gott að vera barn og
eiga heilt fjall að trúnaðarvini.
Það var á einu hausti síðla, að þungur og dimmur brimgnýr barst
alla leið utan af Lónssandi, en slíkt heyrðist ekki fram í miðja Blöndu-
hlíð nema á undan aftakaveðrum. Það leyndi sér heldur ekki lengi,
hvers von var. Litlu síðar tók að þjóta draugalega í Glóðafeyki. Hann
tók oft undir brimgnýinn frá hafinu, þegar versm veður voru í aðsigi.
Það var annar fyrirboði þess, sem koma átti. Ég gleymi aldrei þessu
stórhríðarhljóði í fjallinu. Þá setti ætíð að mér geig. Það var í einu
skiptin, sem mér þótti sem fjallið væri mér ekki vinveitt.
111