Skagfirðingabók - 01.01.1967, Blaðsíða 124
SKAGFIRÐINGABÓK
Skýrslur þessar leyna á margs konar fróðleik, en lesendum skal látið
eftir að leita hans. Þó er ekki fjarri lagi að benda á, að fellirinn er
hlutfallslega mesmr á sauðfé og hrossum í þeim hreppum, þar sem
mest er treyst á beit, „sett á guð og gaddinn," sem kallað er. Og enn
er þess að geta, að framtali á hrossaeign þetta tímabil var mjög ábóta-
vant, og var það þá opinbert leyndarmál, því að útflutningur hrossa
reyndist svo mikill sum árin, að framtal á þeim, samkvæmt fyrri töfl-
unni, gat ekki staðizt.
Ef gripið er niður í manntalsskýrslur úr Skagafirði frá þessum árum,
skýrist ástandið enn bemr. Landflóttinn til Vesturheims er í algleym-
ingi, og dauðsföll eru óvenjumörg sum árin:
Mannfjöldi:
1. des. 1880: 4599
31. » 1885: 4252
31. » 1886: 4344
31. » 1887: 3948
31. J5 1888: 3833
Látnir:
1886: 70 manns
1887: 121 „
1888: 74 „
Ekki hefur verið talið, að fólk hafi fallið úr hungri á þessum árum,
en hitt er víst, að margir hafa látizt af afleiðingum langvarandi
næringarskorts, harðréttis, sem veikbyggt fólk þoldi ekki. Það sá á
flestum eða öllum fellisvorið mikla 1887. Margir urðu máttvana af
hor, ekki hvað sízt þurrabúðarfólkið í kauptúnunum. Þá var ástandið
litlu betra í kotunum, sums staðar lakara. Börn voru látin liggja í
rúmunum, jafnvel vikum saman, vegna klæðleysis og svo hins, að
talið var, að þau þyldu þá betur hungrið. Mörg voru þau þó pattara-
leg að sjá, olli því bjúgurinn, hungurlopinn, sem minnt gat á fim.
Óvenju mikið var um vergangsfólk vorið 1887. Margir bændur
flosnuðu upp af jörðunum, fólkið streymdi unnvörpum vesmr um haf.
122