Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 180
RITDÓMAR
Orðið hefur að ráði að birta í Skagfirðingabók framvegis ritdóma
um nýjar bækur, sem eru með einhverju móti sprottnar upp úr
skagfirzku umhverfi eða snerta sér í lagi Skagafjörð og Skagfirð-
inga. Ritdómar eru jafnan ófullkomnir, líkt og önnur mannanna
verk, þegar bezt lætur aðeins vel heppnuð staðfesting þess, hvern-
ig tiltekinn maður hefur lesið tiltekna bók. Hann kann ef til
vill að tala fyrir munn fleiri lesenda, en hitt er eins víst, að hann
geri það ekki, sé einn um álit sitt. Af þessum sökum er aðalgildi
ritdóma ekki fólgið í niðurstöðu þeirra, heldur þeirri leiðsögn, sem
þeir kunna að veita lesanda til sjálfstæðrar íhugunar um ritstörf og
skáldmenntir, vanda þeirra, markmið og gildi.
SÆMUNDUR DÚASON:
EINU SINNI VAR.
I. b. Endurminningar, 1966, 276 bls.
II. b. Fulltrúar farins tíma.
Úreld vinnubrögð, 1967, 242 bls.
Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri.
SUMIR þeirra, sem telja sig bókmenntamenn, hafa Iátið í veðri vaka,
að lítill fengur væri í öllum þeim endurminninga- og ævisagnabókum, sem
séð hafa dagsins ljós á umliðnum árum. Satt er það, að naumast eru þær
allar risháar frá bókmenntalegu sjónarmiði og fæstar þeirra lýsa stórfelldum
örlögum, sem markað hafa djúp spor í þjóðarsöguna. Líklegast má það einn-
ig teljast eins dæmi meðal þjóða, að alþýðumenn setjist svo mgum skiptir
að skrifborðinu á gamals aldri og setji saman endurminningar sínar, færi
178