Skagfirðingabók - 01.01.1967, Side 47
MÁLMEY
Staðhcettir og náttúrueinkenni
Málmey á Skagafirði liggur utarlega á firðinum austanverðum, um
tvær sjómílur í vestur frá Sléttuhlíð. Hún er langstærst af þeim þremur
eyjum, sem fjörðinn prýða, og sú eina, sem byggð hefur verið, ef undan
er skilin dvöl Grettis og Illuga í Drangey.
Málmey er 4 km á lengd og um 700 m á breidd um miðju, en
mjókkar mjög til beggja enda. Lega hennar er sem næst norður-suður,
en norðurendi hennar stefnir þó dálítið' til vesturs.
Syðsti hluti eyjarinnar heitir Kringla og er skilinn frá sjálfri eynni
af skarði, sem nær niður í mitt bjarg. Þetta skarð er tiltölulega nýtt,
það myndaðist fyrst frostaveturinn mikla 1918* og var þá fremur
mjótt, en hefur breikkað mikið síðan. Suðurendi sjálfrar eyjarinnar
norðan við skarðið er kallaður Landsendi, og hallar honum mjög til
vesturs. Austurbrún Landsendans er forn jökulalda, sem nú er að
mestu grasi vaxin. Norðan til í jökulöldunni er dálítil laut, sem kall-
ast Langalaut.
Inn í eyjuna að vestan skerast þrír hvammar. Sá syðsti heitir Kúa-
hvammur og er hann langminnstur. Þar er mikið krækiberjalyng. Af-
líðandi brekka er niður í hvamminn, en illfært úr honum niður í fjöru
nú orðið, en var betra áður fyrr.
Norðan við Kúahvamminn er lóðrétt klettabrík frá bjargbrún í
sjó niður á háflæði, en þurrt undir á lágflæði. Seint á nítjándu öld
gerðist það í stórhríð og roki, að maður, sem var að leita að kindum
suður á eynni, gekk í ógáti fram á snjóhengju við klettabrík þessa.
Hengjan brotnaði undan þunga mannsins, og féll hvorutveggja niður
með bríkinni og í sjó, því háflæði var. Þegar niður kom, tók sjór
manninum í mitti, og brotnaði annar fótur hans, en hann meiddist
ekki að öðru leyti og gat bjargað sér upp í fjöru. Var hann síðan
sóttur af félögum sínum, er höfðu orðið slyssins varir, og náði hann
sér að fullu. Bjargið er þarna 40 m á hæð, og var það talið hafa orðið
manninum til lífs, að hann var í víðum skinnstakki eða úlpu, sem var
stíf af frosti, en vindur stóð, mjög hvass, upp með sléttu bjarginu.
* Sjá sagnir Jóns Jóhannessonar hér aftar.
45