Skagfirðingabók - 01.01.1967, Síða 105
FJÁRSKAÐI í ÖLDUHRYGG
ekki, hvað hann átti að gera, því að vafasamt fannst honum, að hann
hitti bæinn, ef hann færi beina leið heim. Þess vegna tók hann það
ráð að fara beina leið undan brekkunni ofan að ánni, og svo ætlaði
hann að fara suður með henni og freista þess að ná Grundarhúsinu, því
að það var svo nærri árbakkanum. í þessum svifum hraktist hundur-
inn Hringur undan veðrinu og hvarf út í sortann. Við það gat Stefán
ekki ráðið, en tók stefnu ofan að ánni. En hvort sem hann hefur
gengið lengur eða skemur, kom að því, að snjórinn brast undan fótum
hans og hann sveif fram af hárri hengju og kom niður í dúnmjúka
fönn, án þess að meiða sig. Hann sá ekkert frá sér, en reyndi að átta
sig á, hvar hann væri, og brátt varð honum ljóst, að hann væri kominn
ofan í árgilið, því að hann heyrði til árinnar rétt hjá sér, en hún var
auð milli skara. Hann klifraði upp hengjuna, en komst ekki upp og
hrapaði niður aftur. Hann reyndi afmr og afmr að komast upp án
árangurs, og ekki þorði hann að fara út eða suður með ánni, því að
hann hélt, að skarirnar myndu bresta. Fyrir þennan 12 ára dreng var
því ekki annað ráð en að láta fyrir berast, þar sem hann var kominn.
Og nóttin fór í hönd. Það var fremur lygnt undir hengjunni, en glóru-
laust kafald og mikið frost. Stefán lagðist niður í snjóinn, og það
fennti dálítið að honum. Þarna var hann næsm 12 klukkustundirnar.
Oftast vissi hann af sér, en eitthvað mun honum hafa runnið í brjóst
öðru hverju. Þegar liðið var undir morgun, birti hríðina nokkuð og sá
í heiðan himin, en mikil skafhríð var. Þá tókst Stefáni að komast upp
úr gilinu og heim að bænum. Á leiðinni heim fann hann eina kind
á mýrinni fyrir utan túnið. Hann ætlaði að reka hana heim, en hún
gat ekkert hreyft sig, var alþakin brynju og hengdi .niður höfuðið.
Nú víkur sögunni að Miðvöllum til Rósants. Hann rak fé sitt út
fyrir Miðvelli um morguninn, allt nema hrúta og þrjú smálömb, sem
inni voru. Ekki er vitað nákvæmlega nú, hvað það var margt, en lík-
lega hefur það verið rúmlega 50 fjár. Seinni part dagsins var Rósant
uppi í tóft að taka hey í poka, en þegar hann kom út afmr, var stór-
hríðin skollin á. Hann fór þá að leita fjárins og fann nokkrar kindur
fyrir utan, þar sem féð átti að vera, rak þær áleiðis heim, en lenti dá-
lítið neðan við húsin og gat með engu móti komið þeim að húsunum.
Ekki treysti hann sér til að rata heim að Ölduhrygg og lét fyrir berast í
103