Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 9

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 9
Um hinar mismunandi þýSingaraðferSir Náskyld í anda og eðli þessu sviði túlkunar eru tvö önnur, en þau mynda vegna margfeldni viðfangsefna sinna eins konar millistig, annað í átt að sviði vísinda en hitt að sviði listar. I sérhverjum viðskiptum þar sem túlkun er annars vegar er fjallað um staðreynd (Thatsache) sem skilst á tveimur mismunandi tungumálum. En þýðing á verkum sem í eðli sínu eru hreinar frásagnir eða lýsingar snýst einnig um að koma staðreyndum yfir á annað tungumál, og getur því verið harla lík iðju túlksins. Því minna sem fór fyrir höfundinum sjálfum í frumtextanum, því meir sem hann varð að einfaldlega skilningsríku málgagni viðfangsefnisins og því meir sem hann lagaði sig að aðstæðum rúms og tíma, því meira mun yfirfærslan nálgast hreina túlkun. Þannig er þýðandi blaðagreina og venjulegra ferða- lýsinga nær því að vera túlkur, og það getur orkað hjákátlega ef verk hans gjörist of háfleygt og hann viil þykjast hafa unnið það sem listamaður. Því meira aftur á móti sem fer fyrir eiginlegum viðhorfum og ályktunarhæfni höfundar í frásögninni, því meira sem hann fylgir einhverju skipulagi eftir eigin vali eður tilfinningu, þeim mun meira færist þá verk hans á æðra svið lista, og þá verður þýðandinn líka að beita öðrum kröftum og hæfi- leikum og vera í öðrum skilningi en túlkurinn kunnugur höfundi sínum og tungutaki hans. Hins vegar eru sérhverjar viðræður, þar sem túlkun fer fram, oftast nær tengdar ákvörðun um sérstakt tilvik við ákveðin lagaleg skilyrði; yfirfærslan er einungis ætluð þátttakendum, en þeim eru þessi skilyrði nægilega kunn, og þeim er lýst í báðum málum, annaðhvort í lögum eða þau ákvarðast af hefð og gagnkvæmum yfirlýsingum. En annað gildir um þær viðræður (þótt ytra form þeirra geti svipað til hinna) þar sem ný lagaleg skilyrði verða ákveðin. Því minna sem þessi nýju skilyrði geta talizt vera sérstakt tilfelli af einhverju velþekktu og almennu, þeim mun meiri vísindalegrar þekkingar og dómgreindar er þörf við samning þeirra, og því meira þarfnast þýðandinn þekkingar á sviðinu og fagmáli þess. A þessum tvöfalda stiga færir þýðandinn sig sífellt hærra en túlkurinn, unz hann kemst á eiginlegt svið sitt, þ.e.a.s. svið andlegra afurða lista og vísinda, þar sem hið frjálsa persónulega hugmyndaflug höfundar annars vegar og andi tungumálsins (og því tengd kerfi af viðhorfum og tilfinningablæbrigðum) hins vegar eru alls ráðandi, þar ræður hlutlægt viðfangsefnið á engan hátt lengur ríkjum, heldur er því stjórnað af hugsun og tilfinningu, og verður í raun oft til fyrir tilstilli orðræðunnar einnar og er einungis til í henni. Á hverju grundvallast þessi mikilvægi mismunur sem er sérhverjum augljós þegar á skörunarsvæðinu en skín bjartast í augun á endapunkt- unum? í viðskiptalífinu er það að mestu leyti spurning um eitthvað sem menn geta komið auga á, ellegar alltént eitthvað sem verður skilgreint með nákvæmni; allar viðskiptaviðræður tengjast, eðli sínu samkvæmt, í ein- á- .ýSa'yúá — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.