Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 20

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 20
Friedrich Schleiermacher — Martin Ringmar njóta sín í þeirri fegurð sem það er megnugt í sérhverri tegund texta? Hver vildi eigi fremur ala upp börn sem fullkomlega kippi í kynið til föðurættar heldur en kynblendinga? Hver vildi fúslega leggja það á sig að hamla létt og þokkafullt látbragð sitt og, öðru hvoru að minnsta kosti, virðast óþjáll og stífur, til þess að vera lesandanum nógu hneykslanlegur þannig að hann verði sífellt þýðingarinnar var. Hver vildi gjarna láta það henda sig að vera talinn klaufalegur af því að hann kappkosti að fylgja hinu erlenda máli eins náið og hið eigið getur með nokkru móti leyft, og að vera gagnrýndur, alveg eins og foreldrar sem senda börnin sín í læri til loftfimleikamannsins, fyrir að láta móðurmálið gjöra útlenzkar og óeðlilegar kúnstir og vindinga í stað þess að æfa það í venjulegri innlendri íþrótt! Hver vildi að lokum gjarna þola meðaumkunarbros einmitt hinna fremstu fræðimanna og meistara, af því þeir skilja ekki ofhlaðna og vanhugsaða þýzku hans nema þeir beiti hana þekkingu sinni í grísku og latínu! Þetta er sjálfsafneitun sem þýðanda er skylt að temja sér, þetta eru hættur sem hann verður að leggja sig í ef, þegar hann sækist eftir að halda málrómnum framandi, honum verður á að fara út fyrir hin fínu mörk (sem er reyndar óhjákvæmilegt, því hver og einn setur þessi mörk að einhverju leyti ásinn stað). Efhann hugsaraukþess um óumflýjanlegáhrifvanans, þá má hann vel óttast að úr þýðingarstarfseminni læðist margt óviðkomandi og hrjúft inn í hans eigin frjálsu orðræðu og verði til þess að sljóvga hið viðkvæma næmi hans fyrir móðurmálinu. Og hugsi hann enn út í hina miklu hersing hermikráka og um þá tregðu og meðalmennsku sem er ríkjandi meðal rithöfunda, hlýtur honum að blöskra öll sú festulausa og lagalausa hegðun, allur sá klaufaskapur og ósveigjanleiki, öll þessi málspjöll allra tegunda sem honum verða e.t.v. gefin að sök; því það eru ekki nema þeir beztu og þeir verstu sem munu láta undir höfuð leggjast að hagnast á erfiði hans. Það er til siðs að kenna þessari tegund þýðingar um að hún spilli óhjákvæmilega hreinleika tungunnar og rólegri innri þróun hennar. Vér viljum ýta þessum kvörtunum til hliðar í von um að kostirnir muni yfir- gnæfa gallana, og af því öllu góðu fylgir eitthvað illt er vizkan einmitt í því fólgin að ná sem mestu af öðru og sem minnstu af hinu; því það er margvíslegt sem fylgir því vandasama verkefni að koma hinu annarlega til skila á móðurmálinu. Fyrst er það að þessi aðferð mun eigi koma að álíka góðum notum í öllum málum, heldur einungis í þeim málum sem eru ekki fangin í ofursterkum viðjum sígildrar hefðar (þar sem allt utan hennar þykir vítavert). Tungumál af þessu tagi geta, til að víkka svið sín, sótzt eftir að útlendingar sem gagn hafa af þeim tali þau (þau ættu að vera vel til þess fallin); þau geta tileinkað sér erlend verk með endursköpun eða hugsanlega 18 /7 jffieey/'iá — Tímarit um þýðingar nr. 14 / zoio
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.