Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 27

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 27
Um hitiar mismunandi þýðingaradferðir Hversu takmörkuð not eru af þessari aðferð, já, á sviði þýðinga nær engin, það sést greinilegast á þeim óviðráðanlegu vandkvæðum sem hún ratar í þegar hún fæst við einstakar greinar vísinda og lista. Ef vér gefum oss að ekki nema fá orð í einu tungumáli, jafnvel þegar í hversdagslegum orðaforða, eigi það fullkomna samsvörun í öðru að ávallt megi notast við hana, þannig að tiltekið orð sé alltaf nothæft sem samsvörun með sams konar áhrifum í hvaða samhengi sem er, á þetta þá ekki við í enn ríkari mæli um öll hugtök, og því meir sem þau hafa heimspekilegt gildi og þess vegna allra mest um hina eiginlegu heimspeki? Hér, meir en nokkurs stað- ar, inniheldur hvert tungumál (burtséð frá öllum sögulegum og samtíma- legum mismun) þó sitt kerfi afhugtökum sem mynda eina heild, einmitt vegna þess að þau snertast, tengjast, bætast í sama tungumálinu; en ein- stakir hlutir þessarar heildar samsvara þó eigi hlutum úr kerfum annarra tungumála, varla einu sinni að frumnafnorðinu, „Guð“, og frumsögninni, „að vera“, frátöldum. Því jafnvel hið almenna, sama hversu fjarlægt það er frá sviði hins sérstaka, er þó lýst og litað af tungumálinu. Þessu kerfi tungumálsins verður vizka einstaklingsins að sameinast. Hver og einn eys úr því aðgengilega, og hjálpar til við að koma því sem er eftirsóknarvert en ekki enn aðgengilegt upp í ljósið. Aðeins þannig er vizka einstaklingsins lifandi, aðeins þannig getur hún virkilega ráðið yfir tilveru hans sem vissu- lega er samofin þessu tungumáli. En nú er til þýðandi heimspekilegs höfundar sem treystir sér ekki til að beygja, eins og unnt verður, þýðingarmálið að frummálinu til að hugtakakerfið (mótað á frummálinu) skynjist sem bezt, heldur vill hann láta höfundinn tala eins og hefði hann upphaflega mótað hugsanir og ræðu á öðru máli; hvaða kosta á hann völ, að mismun frumeinda málanna athuguðum, nema annaðhvort að endurskapa — en þar með nær hann ekki markmiði sínu, því endursköpun mun aldrei og getur aldrei litið út eins og frumtexti á málinu — eða þá verður hann að ummynda alla vizku og vísindi höfundar innan hugtakakerfis þýðingarmálsins og breyta þannig öllum einstökum hlutum, en þá gefur hann Iíka villtasta geðþótta sínum lausan tauminn. Já, skylt er að segja að enginn sem einhverja virðing ber fyrir heimspekilegri viðleitni og þróun, geti leyft sér svo léttúðugan leik. Platón á hlut að máli ef eg nú færi mig frá heimspekingnum yfir í gamanleikjahöfundinn. Þessi listtegund er, hvað málið varðar, einna næst sviði félagslegra samræðna. Gamanleikurinn lifir og hrærist í siðum síns tíma og lýðs, en þeir speglast snilldarlega og líflega í málfarinu. Eðlilegur og léttur yndisþokki er fyrsta dygð hans, og einmitt þess vegna eru hér vandkvæðin sem fylgja umræddri þýðingaraðferð alveg sérstök. Því sérhver aðlögun að annarlegri tungu bitnar á þessum dygðum flutningsins. En ef í þýðingu er ætlast til að leikritahöfundurinn tali eins og hefði hann skrifað ájffiayeiiá-— Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 2-5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.