Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 34

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 34
Antonio de Nebrija -Atwa SigríSur Sigurðardóttir hún átti bernskuskeið sitt á tímum höfðingja og konunga Kastílíu og León og tók að eflast á tímum hins upplýsta og vitra konungs, Alfonsar hins vitra, sem fyrirskipaði að rituð yrði Las siete partidas og La general istoria} og að mörg ritverk yrðu þýdd úr latínu og arabísku yfir á okkar kastilísku tungu. Sú tunga breiddist síðan út til Aragón og Navarra og þaðan til Italíu, þangað sem hún barst með herjum konungs er sendir voru til að leggja undir sig þau konungdæmi. Þannig dafnaði tungan allt fram að konungsveldinu og þeim friði er við nú njótum, fyrst og fremst sökum góðvildar og guðlegrar forsjár, síðar vegna elju, natni og alúðar kóngs yðar. Hans gæfa og farsæld var sú að hafa raðað saman ólíkum útlimum og hlutum Spánar, sem lágu tvístraðir, og sameina þá í einn líkama og heild konungdæmisins. Form og samheldni þess eru slík að hvorki aldirnar, mótlætið né tíðarandinn hafa náð að beygja það eða sundurslíta. Því er svo að eftir að kristin trú var endurreist,1 2 erum við aftur vinir guðs, eða höfum náð sáttum við hann. Eftir að óvinir trúar okkar voru sigraðir með vopnum í stríði þar sem okkar menn hlutu mikinn skaða og þaðan af verra, eftir að réttlætið og framkvæmd þeirra laga er sameina okkur og gera okkur kleift að búa jöfn í þessu stóra samfélagi sem við nefnum ríki og lýðveldi Kastilíu, er ómögulegt annað en að friður ríki og listir standi í blóma. Ein af hinum fyrstu listum sem við lærum er sú sem tungumálið kennir okkur, en það aðskilur okkur frá öllum öðrunr dýrum og er einstakt manninum. Það er fyrst í röðinni á eftir hugsuninni sem er verkfæri skilningsins, hún var óbeisluð fram á okkar tíma og hefur þess vegna tekið miklum breytingum. Ef við viljum bera saman stöðu hennar nú og eftir fimm hundruð ár þá munum við greina jafnmikinn mun og fjölbreytileika og hægt er að hugsa sér að geti verið á milli tveggja tungumála. Þar sem hugsun mín og löngun var ávallt sú að dásama arfleifð3 þjóðar okkar og gefa þjóð tungu minnar verk sem tímanum er betur varið í en í lestur þeirra skáldsagna og sagna sem sveipaðar eru þúsund lygum og rangfærslum og 1 Þar sem þessi verk eru ekki til í íslenskri þýðingu finnst mér ekki við hæfi að þýða titilinn á þeim í textanum en læt þau fylgja hér með: Las siete partidas mætti þýða sem „Bæk- urnar sjö“. En þetta er mcrkisrit, skrifað á tímum Alfonsar hins vitra og hefúr í rauninni að geynia eins konar lögbækur og fýrstu heimildir þessa svæðis um tilraun til að rita lög til að samhæfa lög ríkisins Kastíllu. Þó þær séu fýrst og fremst lagalegs eðlis þá er einnig heimspekilegur tónn í þeim sem og áhrif kristinnar siðfræði. Lageneral istoria mætti þýða sem „Mannkynssaga" og var það rit sem fjallaði um uppruna heimsins og allt fram á tíma Alfonsar hins vitra. 2 I frumtextanum notar Nebrija orðið „repurgar“ sem í raun þýðir „að endurhreinsa" en á íslensku finnst mér betur við hæfi að nota orðið „endurreisa". 3 Hér notar höfundur orðið „cosa“ sem þýðir „hlutur“. Hann á í raun við „arfleifð" og kýs ég því að nota það í þessu samhengi. 32 ffis/ á jfflccýr/'iá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.