Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 36
Antonio de Nebrija -Anna Sigríður Sigurðardóttir
nema það, nýtt verk mitt til að öðlast þekkingu. Þetta verk sem ég fullur
af virðingu, í blygðun og ótta, kaus að tileinka yðar hátign, líkt og Markús
Varrón tileinkaði Markúsi Túllíusi verk sitt: Origenes de la Lengna Latina-}
Grilo tileinkaði skáldinu Virgli verk sín Sus libros del Acento-,1 2 sömuleiðis
tileinkaði Damaso páfi heilögum Híerónymusi og Paulus Orosius heilögum
Agústínusi sagnfræðirit sín. Það sama má segja um marga aðra höfunda
sem tileinkuðu verk sín og vökur3 4 5 mun lærðari mönnum í því sem þar var
um ritað. Ekki til þess að kenna þeim eitthvað sem þeir ekki vissu heldur
fremur til að sýna þeim virðingu og velvild og einnig til að hljóta náð fyrir
augum þeirra þar sem þeir gætu orðið verkinu til framdráttar. Og því er
svo, að er ég ákvað, þrátt fyrir beyg minn við þá hugmynd sem margir
hafa um mig, að draga fram úr skugga og þoku miðaldaskólans inn í birtu
hirðar okkar þetta nýja verk mitt, var mér ómögulegt annað en að helga
það að sönnu þeirri sem hefur á valdi sínu jafnt tungumál vort sem og
gæfu.
Fyrsta bók, þar sem fjallað er um setningafræði
Fyrsti kafli, þar sem málfrœðinni er deilt niðtir í hluta
Þeir er þýddu úr grísku yfir á latínu þetta orð gramática, nefndu hana list
bókstafsins og voru kennarar og meistarar hennar nefndir málfræðingar
sem við getum á okkar tungu nefnt lærða menn. Samkvæmt Quintilíanusi
þá greinist hún í tvo hluta. Grikkirnir nefndu þann fyrri meþódikaA sem við
getum nefnt fræðilega þar eð hún inniheldur hugtök og reglur málfræðinn-
ar, þar sem hún miðast við notkun hinna lærðu er munu standa vörð um
hana og sjá til þess að henni verði eigi spillt með vanþekkingu. Hinn síðari
nefndu Grikkirnir istórika5 sem við getum nefnt greinandi, þar sem hann
sýnir og útskýrir málfar skálda og annarra höfunda er við eigum að líkja
eftir. Sá hluti er við nefndum greinandi skiptist í fjórar ritgerðir.6 Þá fyrstu
nefndu Grikkirnir orþógrafla,7 sem við getum á rómanskri tungu nefnt
1 Gæti útlagst sem „Uppruni latneskrar tungu“.
2 Mætti þýða sem „Bækur um áherslu".
3 Hér notar Nebrija orðið „velas“ sem þýðir vökur, en í dag þýðir orðið einnig „kerti“. Hér
finnst mér líklegt að höfundar hafi legið yfir verkunum fram á nætur og þess vegna til-
einki þeir „vökur“ sínar þessum háttsettu mönnum.
4 Sem útleggst sem „aðferðafræði“ á íslensku.
5 Sem útleggst sem „sögulegur“ á íslensku.
6 Hér var ég áður með orðið „hugleiðingar" sem gerð var athugasemd við. Ef til vill á orðið
„ritgerð" frekar við hérna og er skýrara.
7 Réttritun eða stafsetning.
34
á flSœy/aá - Tímarit um i>ýðingar nr. 14 / 2010