Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 50
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
ettuna sem ljóðform, gaf henni reglubundna stuðlasetningu og höfuðstafi á
íslensku. Þetta gerði Jónas einnig með mörg önnur ljóðform {genre) og lagði
þannig grunninn að íslenskri þýðingahefð klassískra hátta sem viðheldur að
miklu leyti stuðlasetningu og höfuðstöfum eins og hægt er.1 Þýðendur sem
eru að þýða innan íslenskrar ljóðahefðar verða því að hafa í huga þá nokkuð
ströngu formhefð sem rekja má allt aftur til Jónasar Hallgrímssonar og jafn-
vel lengra til dróttkvæða aftan úr grárri forneskju víkingaaldar.
Einnig er athyglisvert í þessu sambandi að þegar Helgi Hálfdanarson
þýddi Shakespeare yfir á íslensku viðhélt hann formi stakhendunnar og
notaði að auki stuðla í hverri línu og stundum höfuðstafi. Þannig eru þýð-
ingar Helga Hálfdanarsonar á Shakespeare fremur rómantískar en mód-
ernískar. En Þóroddur Guðmundsson viðheldur ekki alltaf bragarhætt-
inum nákvæmlega þegar hann þýðir ljóð Blakes þótt hann nálgist form
ljóðanna eins mikið og nánast mögulegt er.
Dæmi úr Söngvuttt sakleysisins:
Introduction Forspjall
Piping down the valleys wild, Piping songs of pleasant glee, On a cloud I saw a child, And he laughing said to me: Dals úr hlíðum hörpu frá hrynja lét ég tónasjó, barn á skýi sitja sá, sagði það við mig og hló:
“Pipe a song about a Lamb!” So I piped with merry cheer. “Piper, pipe that song again;” So I piped: he wept to hear. „Sláðu hörpu — lag um lamb!' Lék ég. Hófúst ungar brár. „Afcur þetta leiktu Iag.“ Lék ég. Barnið felldi tár.
“Drop thy pipe, thy happy pipe; Sing thy songs of happy cheer!” So I sung the same again, Wliile he wept with joy to hear. „Hörpu þína hvíla skalt, hljómi rödd þín glöð og Idár.“ Söng ég þá hið sama lag, svo að barnið felldi tár.
“Piper, sit thee down and write In a book, that all may read.” So he vanished from my sight, And I plucked a hollow reed, „Hörpusveinn, þú skrifa skalt skemmtikvæði þín í bók.“ Síðan hvarf það sjónum mér, sjálfur holan reyr ég tók.
i Gauti Kristmannsson. An Icelandic Shakespeare Alliterated. Sjá heimildaskrá.
48
á .ýdayeiiá - Tímarit um i>ýðingar nr. 14 / 2010