Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 68
Jean-Paul Vinay &Jean Darbelnet — Áslaug Anna Þorvaldsdóttir
merkingu forsetningarinnar1. Val þýðandans á nafnorðinu helgast af því að
hann geri sér grein fyrir aðstæðunum og segi: Entrée de la gare [Inngangur
járnbrautarstöðvarinnar]2 eða Direction de la gare [I átt að járnbrautarstöð-
inni]. Hérna leiðir formgerðin til ávinnings í frönskunni.
Dæmi 9: Le matin du troisiéme jour, la mers’était calmée. Tous lespassagers ...
[Að morgni þriðja dagsins hafði sjóinn kyrrt. Allir farþegarnir...] (La Revue
de Paris, janúar 1956). Fram að kommunni og jafnvel alveg að punktinum á
eftir calmée [kyrrt], er aðeins hægt að þýða fyrstu orðin eftirfarandi On the
morning of the third day ..., en í næstu setningu bendir orðið passagers til
að um sé að ræða ferð og því verður setningin svohljóðandi: On the morn-
ing ofthe thirdday out, ... Enska þýðingin upplýsir þannig alveg frá byrjun
og þar af leiðandi er verulegur ávinningur í enskunni. Ekki verður sama
sagt um dæmin tvö hér að neðan3 sem tákna aðeins ávinning á yfirborðinu
fyrir enskuna: He laid the newspaper on the table: il posa le journal sur la
table [hann lagði dagblaðið á borðið]. (Venjulega er dagblað slétt þegar það
er lagt niður); I’m down at the other end: Je suis (ma chambre est) a l’autre
bout du couloir [Ég er (herbergið mitt er) við hinn endann á ganginum].
(Yfirleitt er gangur láréttur).
Athygli vekur að meginregla skýringar með hliðsjón af samhengi, sem
byggist á heildartúlkun þátta í skilaboðunum án allra formfræðilegra ein-
kenna,4 virðist eingöngu vera háð hugsuninni. Þar sem þetta fyrirbæri
veltur á geysilega víðtæku og margbrotnu kerfi líkinda er það án efa að-
alhindrunin við rafrænar vélþýðingar. Vélin myndi ekki geta ákveðið sjálf
að í dæmunum hér að ofan ætti glass að vera cloison vitré [glerskilrúm],
frekar en verre [gler], eða að To ætti að þýða entrée [inngangur], frekar en
direction [í átt að].
Sígilt dæmi: Titlar
Titlar skáldsagna og leikrita eru yfirleitt ekki fyllilega skýrir nema fyrir þá
sem hafa lesið bókina eða séð leikritið. Þetta er í raun það sem höfundar
treysta á þegar þeir vekja forvitni lesenda með titli sem hefur algjörlega
1 Etoffement er „aukning" eða „styrking“. f frönsku dugar stundum forsetningin ekki ein
og sér og þv/ er gjarnan hætt við t.d. lýsingarorði, lýsingarhætti eða nafnorði til að auka
við merkingu hennar.
2 Ekki er ólíklegt að á skilti við inngang járnbrautarstöðvar stæði bara einfaldlega Entrée
(Inngangur).
3 Onnur ltugsanleg þýðing á les deux exemples er „bæði dæmin“.
4 Þýðing á marques morphologiques.
66
ff'ás/ d JJScyáiá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010