Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 74
Jean-Paul Vinay drjean Darbelnet—ÁslaugAnna Þorvaldsdóttir
kosti tveimur túlkunarmöguleikum fyrir tiltekna formgerð, þ.e. orðréttri
merkingu og annarri, og í því tilfelli er það samhengið sem ákveður.
Það gerist ekki alveg það sama með I’ll thankyou to bepolite því fram-
tíðin hér bendir skýrt til þess að það verði að þýða Je vousprierai d’étrepoli
[Eg bið yður um að vera kurteis] en ekki Je vous remercie de votre politesse
[Eg þakka yður fyrir kurteisi yðar]. Sömuleiðis gefur áherslan á that í You
can say that again! þýðandanum til kynna að merkingin sé: „Eg trúi ykk-
ur!“ „Þið sögðuð það!“ „Heldur betur!“ Hins vegar getur se sauver [bjarga
sér] auðvitað þýtt í einhverjum tilfellum: to save oneselfi staðinn fyrir to
run away. Eins og við er að búast merkir Yes sir!, No sir! oft á tíðum: Oui
monsieur, non monsieur, en í munni Ameríkana er hægt að nota þetta orða-
tiltæki án þess að sir tákni viðmælanda. No sir! nobody is going to tell me
how to run my business: Je vous le dis, personne ne va mapprendre a faire
marcher mon affaire [Þið skuluð sko vita að það þarf enginn að kenna mér
hvernig á að reka mitt fyrirtæki]. Sömuleiðis verður You asked for it sam-
kvæmt samhenginu: Vous l’avez demandé [Þið báðuð um þetta] eða C’est
bien faitpour vous [Þetta er mátulegt á ykkur].
Af því sem á undan er komið má sjá að mörg föst orðasambönd, orða-
tiltæki sem ekki má þýða beint, verður að flokka sem falsvini í formgerð:
He is talking through his hat: II ne saitpas ce qu’ildit [Hann veit ekki hvað
hann er að segja] (en ekki eins og stundum heyrist í Kanada: IIparle a
travers son chapeau [hann talar í gegnum hattinn sinn]). Give me Beethoven
any time: Qa ne vaut pas Beethoven [Beethoven slær þessu við]. Þessi orða-
tiltæki eru oft skýrð í uppsláttarritum, en hins vegar hefur það ferli hvernig
þýðandinn ber kennsl á jafngildi á milli tveggja orðasambanda enn ekki
verið rannsakað. Hann skírskotar ekki eins mikið til forsendna sem lúta
að samhenginu og til þeirra forsendna sem varða aðstæður, og hér verður
nú fjallað um.
Útskýring með hliðsjón af aðstæðum
Áður hefur komið fram að í sumum tilfellum lýtur þýðingin hvorki að
formgerðinni né samhenginu og því erfitt að sltynja heildarmerkinguna og
endanlega merkingu nema fyrir þann sem þekkir aðstæðurnar. Hægt er að
skilgreina síðarnefnda hugtakið sem eitthvað sem nær yfir allan raunveru-
leika, hlutbundinn og óhlutbundinn, sem orðalagið gerir grein fyrir. Þar
sem aðstæðurnar eru hugtakslegur stuðningur skilaboðanna verður því að
þekkja þær til þess að geta lesið rétt úr þeim án þess að eiga á hættu að gera
mistök, sérstaklega í öll þau skipti þar sem formgerðin ein og sér dugar ekki
til að kalla greinilega fram aðstæðurnar.xl Hér er átt við sumar tilkynningar
72
á fSc/yöiá- — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010