Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 94

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 94
Marteinn Lúther — Anna Sigurhjörg SigurSardóttir og þeim það ómak. Það sést þó vel að þeir læra að tala og skrifa þýsku af þýðingum mínum og þýskunni minni og stela þannig málivii' mínu sem þeir áður voru vankunnandi í; þakka mér ekki fyrir, heldur nota það frekar gegn mér. En ég ann þeim þess gjarnan því þrátt fyrir allt vermir það mér um hjartaræturlx að hafa kennt vanþakklátum lærisveinum, fjendum mín- um að auki, að tala. I öðru lagi getur þú fært fram að ég hafi þýtt Nýja Testamentið eft- ir bestu getu og samkvæmt bestu samvisku; hafi ekki þvingað nokkurn mann til að lesa það, heldur gert það öllum aðgengilegt og eingöngu þýtt það þeim til þægðar sem ekki gátu sjálfir gert betur. Engum er fyrirboðið að bæta um betur. Sá sem vill ekki lesa það, hann láti það vera; ég bið eng- an né lofa neinn þarfyrir. Þetta er mitt Testament1 og mín þýðing og er og verður svo. Hafi mér þarx orðið á einhver mistök (sem ég er ekki meðvit- aður um, né mundi ég vitandi vits þýða vitlaust einn einasta bókstaf) — get ég ekki þolað að pápistarnir setji sig í dómarasæd þaryfir, því eyru þeirra eru enn of löng og hrinur þeirra of veikar til að þeir geti dæmt um þýðinga- vinnu mína. Mér er fullkunnugt, á meðan þeir vita minna en vinnudýr malarans, um hversu mikið listfengi, iðni, skynsemi og skilning þarf til að skapa góða þýðingu, því þeir hafa enga reynslu af því. Sagt er: „Sá sem leggur veg hefur marga meistara.“xi Svo er einnig fyrir mér komið. Þeir sem aldrei hafa getað talað rétt, hvað þá að þeir hafi getað þýtt, þykjast allir saman mér æðri og ég á að vera lærisveinn þeirra allra. Og hefði ég innt þá eftir því hvernig best væri að þýða á þýsku fyrstu tvö orðin í fyrsta kafla Matteusarguðspjalls: „Liber Generationis“2 þá hefði enginn þeirra vitað bofs um það — en dæma nú verkið í heild sinni, þeir háu herrar. Svona var þetta líka hjá heilögum Híerónýmusi; þegar hann var að þýða Biblíuna þá þóttust allir yfir hann hafnir og hann einn var sá sem ekkert kunni. Verk þess góða manns var dæmt afþeim sem ekki voru einu sinni þess verðir að binda skóþveng hans.x" Af þessu sést að það krefst mikillar þolinmæði að gera góða hluti á opinberum vettvangi;xl" því heimurinn vill vera meistari Alvitur og þarf alltaf að setja upp söðulinn áður en sóttur er hesturinn,xlv ráða yfir öllu, en ráða ekki við neitt sjálfur. Það er eðli hans sem hann getur ekki látið af. Ég væri þó velviljaður hverjum þeim pápista sem gæfi sig fram og þýddi til dæmis eitthvert sendibréfa heilags Páls eða einhvern spámannanna yfir á 1 Þýð.: Notkun orðsins testament á þessum stað og í þessu samhengi getur haft ýmsar þýð- ingar. Það getur vísað til Nýja Testamentisins, en ber í sér að auki tvær aðrar mögulegar þýðingar, í fyrsta lagi jitning og í öðru lagi arfleifð, og bið ég lesandann að láta það ekki rugla sig þó ég hafi hérna stóran staf. 2 Þýð.: ,Ættartala.“ Matteusarguðpsjall.: 1:1 — IB’07, NT bls. 5: ,Ættartala Jesú Krists, sonar Davíðs, sonar Abrahams.“ 92 á ./Jr/ydiá - Tímarit um þýðingar nr 14 / 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.