Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 97
Sendibréfum þýSingar (1530)
í og reyndur í öllum ykkar listum1 frá unga aldri og veit því vel hve djúp-
stæðar og víðfeðmar þær eru. Ykkur er líka fullkunnugt um að ég veit
og kann allt það sama og þið. Þrátt fyrir það koma þessir heillum horfnu
menn fram við mig sem væri ég gestkomandi í listum þeirra, nýskriðinn
inn úr dyrunumxxv og hefði aldrei séð né heyrt neitt af því sem þeir hafa
lært eða kunna. Þeir su'ga stærilátir fram með sínar glæstu listir og vilja
segja mér til um efni sem ég sveittist blóðinu yfirxxvl fyrir tuttugu árum;
þannig má ég til með að taka undir með skækjunni2 og svara orgi þeirra og
hríni með því að syngja: Ég vissi fyrir sjö árum að hóffjaðrir væru járn.3
Þetta sé svar mitt við fyrstu spurningu þinni; og bið þig að ef þessir
asnar vilja ekkert annað en enn frekari svör við einskis verðu væli sínu um
orðið sola þá verður það að duga:xxvn Lúther vill hafa þetta svona og segist
vera doktor allra doktora í öllum páfadómi; þar með sé það útrætt. Héðan í
frá mun ég fyrirlíta þá og kalla yfir þá forsmán svo lengi sem þeir slíkir eru
menn, ég meina asnar. Því það eru hvílík blygðunarlaus flón á meðal þeirra
sem aldrei hafa einu sinni numið sína eigin list, þ.e. Sófistanna,4 eins og
doktor Smiður5 og doktor Horskeið6 og þeirra líkar; og leyfa sér þó að taka
1 Þýð.: Lúther notar hér orðið Kunst = list og er þá að tala um fræðigreinar eins og þær
voru skilgreindar hjá Forngrikkjum og á miðöldum, hinar sjö frjálsu listir (septem artes
liberales), sem skiptust í þríveginn: málfræði, mælskulist, rökræðulist, og í fjórveginn:
tónlist, reikning, rúmfræði og stjörnufræði. Þessar greinar voru nauðsynlegur undirbún-
ingur til að geta lagt stund á guðfræði, lögfræði og læknisfræði. I dag kemur þetta m.a.
fram í enskunni í titlum eins og MA = Master of Art, sem í dag útleggst á íslensku sem
meistaragráða í hugvísindum. Listirnar voru nefhdar frjálsar því eingöngu menn, sem ekki
þurftu að vinna fyrir framfæri sínu, voru frjálsir, gátu lagt stund á þær. Aðrir lögðu stund
á verklegar listir (artes mechanicae) sem voru grundvöllur verk- og verslunarmenntunar.
2 Þýð.: Hér líkir Lúther sér við skækjuna hjá spámanninum Jesaja þar sem hann talar unt
dóm Guðs yfir heiminum og telur hlutverk þeirra og örlög álíka: Jesaja 23:15-18 — IB’07,
GT bls. 875: „Gríptu gígjuna,/ gakktu um í borginni,/ þú gleymda skækja./ Leiktu fagur-
lega,/ syngdu lengi/ svo þín verði minnst."
3 Þýð.: Sumir túlkendur telja að Lúther sé hér að vísa í einhverja barnagælu frá fyrri tíð sem
sé löngu glötuð. Merkingin er samt nokkuð augljós, það er verið að benda á eitthvað sem
liggur þegar í augum uppi.
4 Þýð.: Sófistar voru viskukennarar og róttæklingar í Grikklandi til forna. Sófistar lögðu
áherslu á hið ytra form og létu málefnið víkja fyrir framsetningu. Sófisti var á miðöldum
oft notað sem skammaryrði yfir þá sem aðhylltust heimspekilega afskræmda guðfræði
skólaspekinnar.
5 Þýð.: Þýska: „Schmidt". Hér er Lúther að tala um Jolian Fabri frá Leutkirch, biskup í
Vín. Faðir hans var smiður og útskýrir það viðurnefni Lúthers á honum. Hann var einn
af öflugustu andstæðingum Lúthers og talsmaður endurreisnar kaþólskunnar í Þýska-
landi.
6 Þýð.: Þýska: „Rotzlöffel“. Lúther á við Johan Dobneck frá Wendelstein, óvin sinn sem
ritaði ærumeiðandi ævisögu um Lúther. Viðurnefni hans var Cochldus og hefur greinilega
minnt Lúther á latneska orðið cochlear sem þýðir skeið. A endurreisnartímanum báru
á C&œydiá — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
95