Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 107

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 107
Sendibréfum þýðingar (i$}o) Ég ætla að svara henni stuttlega að sinni þar sem ég hef í huga að láta gefa út „Predikun um hina ástkæru engla'1 og, sé það Guðs vilji, útfæra þetta nánar þar. I fyrsta lagi er ykkur kunnugt að í páfadómi er ekki einasta kennt að dýrlingarnir á himnum biðji fyrir okkur, hvað við getum ekki vitað því ritningin segir okkur ekkert slíkt, heldur hafa menn líka gert dýrlingana að guðum, þannig að þeir skuli vera verndarar okkar sem við eigum að ákalla, þar á meðal ýmsa sem aldrei hafa verið til í lifanda lífi, og hverjum og einum dýrlingi hefur verið eignaður sérstakur kraftur og vald, einum yfir eldi, öðrum yfir vatni, öðrum yfir drepsóttum, sótthita og allskonar plágum, þannig að Guð sjálfur hlýtur að hafa orðið að vera ansi hyskinn og látið dýrlingana virka og vinna í sinn stað. Pápistarnir virðast nú finna hvers konar viðurstyggð þetta er og draga því heimulega í land, taka til hjá sér og fegra vegna fyrirbæna dýrlinganna. En þessu ætla ég að fresta að sinni. En ég heiti því að ég mun ekki gleyma því né láta slíka snurfusun og fegrun átölulausa. í öðru lagi vitið þið að Guð hefur aldrei boðað að við eigum að ákalla engla eða dýrlinga um fyrirbænir, þess finnast heldur hvergi dæmi í ritningunni; því við sjáum að hinir ástkæru englar ræddu við ættfeðurna og spámennina en aldrei er neinn þeirra beðinn um fyrir- bænir, þannig bað ættarforfaðirinn Jakob ekki stríðsengilinn2 sinn um fyrirbænir heldur meðtók eingöngu blessun hans. Við finnum aftur á móti andstæðuna í Opinberunarbókinni þar sem engillinn vill ekki að Jóhannes3 tilbiðji sig og kunngjörir að dýrkun dýrlinga sé sprottin af eintómum hégóma mannanna og sé þeirra hugkvæmdx*v án orðs Guðs eða ritningarinnar. Þar sem okkur ber ekki að aðhafast neitt í þjónustu Guðs nema fyrir boðorð hans, og hver sá sem slíkt gerir freistar Guðs, þá er ekki ráðlegt né skal það líðast að menn ákalli framliðna dýrlinga um fyrirbænir eða kenni slíkt, heldur skal það miklu frekar fordæmt og kennt að forðast slíkt. Því ræð ég engum til þess og vil þannig ekki íþyngja samvisku minni með 1 Þýð.: Sem hann gerði ekki. Sjá: „Sermon von den lieben Engein", Weimar-útgáfan, 32 bindi, bls. 111 o.s.frv. 2 Þýð.: Fyrsta Mósebók 32:24-28 — IB’07, GT bls. 41: „Jakob varð síðan einn eftir og maður einn glímdi við hann uns dagur rann. Þegar honum varð ljóst að hann gæti ekki sigrað Jakob sló hann í mjöðm hans svo að hann gekk úr augnakörlunum er þeir glímdu. „Slepptu mér,“ sagði maðurinn, „því dagur rennur.“ „Ég sleppi þér ekki nema þú bless- ir mig,“ svarar Jakob. „Hvað heitir þú?“ spurði maðurinn. „Jakob,“ svaraði hann. „Þá mælti hann: „Ekki skaltu lengur heita Jakob heldur Israel því að þú hefur glímt við Guð og menn og unnið sigur.““ 3 Þýð.: Opinberunarbók Jóhannesar 22:9 — ÍB’07, NT bls. 343: „Hann segir við mig: „Varastu þetta! Ég er samþjónn þinn og systkina þinna, spámannanna og þeirra sem varðveita orð þessarar bókar. Tilbið þú Guð.““ á Jffiayúá — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.