Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 108

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 108
Marteinn Lúther - Anna Signrbjörg SigurSardóttir misgjörðum annarra. Mér sjálfum hefur reynst yfírmáta sárt að slíta mig frá dýrlingunum því ég var svo djúpt sokkinn að ég var nánast kaffærður. En ljós fagnaðarerindisins er nú bersýnilegt, svo héðan í firá er engum forlátið að vaða áfram í villu. Við vitum öll mæta vel hvað okkur ber að gjöra. Því er við að bæta að þetta er í sjálfu sér tvísýn og tælandi iðja, svo fólk venst auðveldlega á að snúa sér frá Kristi og treystir fyrr en varir meira á dýrlingana en Krist sjálfan. Því okkur er að jafnaði eðlislægt að flýja Guð og Krist og leggja traust okkar á menn. Já, það reynist þrautinni þyngri að læra að treysta á Guð og Krist svo sem við höfum þó lofað og skuldbundið okkur til. Þess vegna má ekki láta slíkar misgjörðir viðgangast þar sem veiklynt og holdlegt fólk stundar hjáguðadýrkun í andstöðu við fyrsta boðorðið og gegn skírnarsáttmála okkar. Það ríður á að beina trúnni og traustinu af fullvissu frá dýrlingunum að Kristi bæði í kenningu og verki; það reynist víst nógu erfitt og það eru nógu margar hindranir í veginum fyrir því að ná til hans og skilja hann. Það er óþarfi að mála skrattann á vegginn, hann gerir víst vart við sig sjálfur. Að lokum er ég þess algjörlega fullviss að það kallar ekki reiði Guðs yfir okkur og er alveg öruggur í að biðja ekki fyrirbæna af dýrlingunum þar sem hann hefur hvergi boðið að gera það. Því hann segist vera vandlát- ur og sæki þá til saka sem ekki haldi boðorð hans.1 Hér er aftur á móti ekki um neitt boðorð að ræða og því ekki þörf á að óttast reiði hans. Þar sem hér er annars vegar öryggi og hins vegar mikil hætta og misgjörð gegn orði Guðs, því skyldum við þá fara úr örygginu yfir í hættuna þar sem við höfum ekki orð Guðs okkur til halds og trausts eða sáluhjálpar í neyð? Því það stendur skrifað: „... þeim sem ann hættu mun hún tortíma.“2 Einnig er skrifað í boðorðum Guðs: „Þú skalt ekki freista Drottins, Guðs þíns.“3 Já, segja þeir, þú fordæmir alla kristna mennxlvi með þessu móti því þeir hafa allir með tölu stundað þetta hingað til. Svar: Ég veit mæta vel að klerkalýðurinn og munkarnir leita eftir slíku skálkaskjóli fyrir hryllings- verk sín og vilja eigna kristnu samfélagi hið illa sem þeir hafa viðhaldið í trausti þess að ef við segjum að kristindómurinn vaði ekki í villu þá séum 1 Þýð.: Önnur Mósebók 20:5-6 — ÍB’07, GT bls. 88: „Þú skalt hvorki falla fram fyrir þeim né dýrka þau því að ég, Drottinn, Guð þinn, er vandlátur Guð og refsa niðjum í þriðja og fjórða lið fyrir sekt feðra þeirra sem hata mig en sýni kærleika þúsundum þeirra sem elska mig og halda boð mín.“ 2 Þýð.: Síraksbók 3:26 — IB’07, Apókrýfar bækur GT bls. 82: „111 endalok bíða þver- úðugra, þeim sem ann hættu mun hún tortíma." 3 Þýð.: Fimmta Mósebók 6:16 — ÍB’07, GT bls. 212: „Þið skuluð ekki freista Drottins eins og þið freistuðuð hans við Massa.“ Eða Matteusarguðspjall 4:7 — ÍB’07, NT bls. 7: „Jesús svaraði honum: „Aftur er ritað: Þú skalt ekki freista Drottins, Guðs þíns.““ 106 á .J3rry/,já - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.