Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 108
Marteinn Lúther - Anna Signrbjörg SigurSardóttir
misgjörðum annarra. Mér sjálfum hefur reynst yfírmáta sárt að slíta mig
frá dýrlingunum því ég var svo djúpt sokkinn að ég var nánast kaffærður.
En ljós fagnaðarerindisins er nú bersýnilegt, svo héðan í firá er engum
forlátið að vaða áfram í villu. Við vitum öll mæta vel hvað okkur ber að
gjöra.
Því er við að bæta að þetta er í sjálfu sér tvísýn og tælandi iðja, svo fólk
venst auðveldlega á að snúa sér frá Kristi og treystir fyrr en varir meira á
dýrlingana en Krist sjálfan. Því okkur er að jafnaði eðlislægt að flýja Guð
og Krist og leggja traust okkar á menn. Já, það reynist þrautinni þyngri að
læra að treysta á Guð og Krist svo sem við höfum þó lofað og skuldbundið
okkur til. Þess vegna má ekki láta slíkar misgjörðir viðgangast þar sem
veiklynt og holdlegt fólk stundar hjáguðadýrkun í andstöðu við fyrsta
boðorðið og gegn skírnarsáttmála okkar. Það ríður á að beina trúnni og
traustinu af fullvissu frá dýrlingunum að Kristi bæði í kenningu og verki;
það reynist víst nógu erfitt og það eru nógu margar hindranir í veginum
fyrir því að ná til hans og skilja hann. Það er óþarfi að mála skrattann á
vegginn, hann gerir víst vart við sig sjálfur.
Að lokum er ég þess algjörlega fullviss að það kallar ekki reiði Guðs
yfir okkur og er alveg öruggur í að biðja ekki fyrirbæna af dýrlingunum
þar sem hann hefur hvergi boðið að gera það. Því hann segist vera vandlát-
ur og sæki þá til saka sem ekki haldi boðorð hans.1 Hér er aftur á móti
ekki um neitt boðorð að ræða og því ekki þörf á að óttast reiði hans. Þar
sem hér er annars vegar öryggi og hins vegar mikil hætta og misgjörð gegn
orði Guðs, því skyldum við þá fara úr örygginu yfir í hættuna þar sem við
höfum ekki orð Guðs okkur til halds og trausts eða sáluhjálpar í neyð? Því
það stendur skrifað: „... þeim sem ann hættu mun hún tortíma.“2 Einnig
er skrifað í boðorðum Guðs: „Þú skalt ekki freista Drottins, Guðs þíns.“3
Já, segja þeir, þú fordæmir alla kristna mennxlvi með þessu móti því þeir
hafa allir með tölu stundað þetta hingað til. Svar: Ég veit mæta vel að
klerkalýðurinn og munkarnir leita eftir slíku skálkaskjóli fyrir hryllings-
verk sín og vilja eigna kristnu samfélagi hið illa sem þeir hafa viðhaldið í
trausti þess að ef við segjum að kristindómurinn vaði ekki í villu þá séum
1 Þýð.: Önnur Mósebók 20:5-6 — ÍB’07, GT bls. 88: „Þú skalt hvorki falla fram fyrir
þeim né dýrka þau því að ég, Drottinn, Guð þinn, er vandlátur Guð og refsa niðjum í
þriðja og fjórða lið fyrir sekt feðra þeirra sem hata mig en sýni kærleika þúsundum þeirra
sem elska mig og halda boð mín.“
2 Þýð.: Síraksbók 3:26 — IB’07, Apókrýfar bækur GT bls. 82: „111 endalok bíða þver-
úðugra, þeim sem ann hættu mun hún tortíma."
3 Þýð.: Fimmta Mósebók 6:16 — ÍB’07, GT bls. 212: „Þið skuluð ekki freista Drottins
eins og þið freistuðuð hans við Massa.“ Eða Matteusarguðspjall 4:7 — ÍB’07, NT bls. 7:
„Jesús svaraði honum: „Aftur er ritað: Þú skalt ekki freista Drottins, Guðs þíns.““
106
á .J3rry/,já - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010