Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 6
S va n h i l d u r Ó s k a r s d ó t t i r 6 TMM 2014 · 1 deildar Háskóla Íslands, en þar er meðal annars gert ráð fyrir góðri sýning- araðstöðu. Engin teikn eru á lofti um að fjárveitingar til reglubundinnar starfsemi stofnunarinnar sjálfrar rýmkist og því borin von að hún geti rétt úr kútnum og tekist almennilega á við brýn verkefni eins og stafræna miðlun safnkostsins, svo dæmi sé tekið. Þá er verulegt áhyggjuefni að nýliðun í hópi starfsfólks er nær engin: stöðugur niðurskurður hefur valdið því að árum saman hefur ekki verið hægt að ráða í störf sem losna. Vel menntað og öflugt rannsóknarfólk kemst ekki að, með þeim afleiðingum að það hverfur til útlanda og/eða til annarra starfa til verulegs tjóns fyrir fræðin og þjóðina. Þessi staða vekur áleitnar spurningar um raunveruleg viðhorf íslensks samfélags til menningararfsins. „Við eigum þó alltaf handritin“ Dagana örlagaríku í október 2008 þegar meint auðævi okkar stigu upp í „peningahimininn“ hitti ég stundum fólk sem sagði við mig í djúpri einlægni að það huggaði sig við að handritin okkar væru þó á öruggum stað – að þau ættum við enn. Í þeirri hugsun held ég að hafi falist að minnsta kosti tvennt: Annars vegar snýst hún um að gott sé að muna að til séu hlutir sem hafnir eru yfir skammsýnt verðmætamat, einhvers konar eilíf, eða stöðug, verðmæti. Hins vegar finnst mér að þau sem orðuðu við mig feginleikann yfir handritunum hafi einnig hugsað um þýðingu þeirra fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar. „Guði sé lof að við eigum þó handritin“ var þannig líka tjáning þess að við gætum aftur fundið okkur sjálf, orðið eins og við eigum að okkur, fundið stoð okkar í eigin menningararfi í stað þess að þykjast hafa fundið upp nýjar aðferðir til þess að reka banka með áður óþekktri gróðavon. Sömu hugsun orðaði Arnaldur Indriðason í erindi sínu á ráðstefnunni Heimur handritanna nú í október: Handritin kenna okkur að reyna að vera ekki eitthvað annað en við erum. Þau kenna okkur að gleyma ekki uppruna okkar. Við erum ekki bankaþjóð. Við erum hin full- komna andstæða við bankaþjóð. Við erum bókaþjóð. Við ættum ekki að gleyma því eða gera lítið úr því eða þykja það síðra hlutskipti en viðskiptavafstur hverskonar. […] Við erum of fámenn til þess að einblína í sífellu á hagvöxt í peningum. Miklu fremur eigum við að mæla hagsæld í menningu og þekkingu og menntun. Það er sú eina vísitala sem máli skiptir. Hagvöxtur menningar.2 Í Hruninu gekk táknið ,Handritin‘ semsé á ný í samband við rómantík sjálfstæðisbaráttunnar, þegar fornbókmenntirnar mynduðu eins konar grunn undir ákall þjóðarinnar um að hún fengi að ráða sér sjálf, fengi að vera hún sjálf. Handritamálið, deilur Íslendinga og Dana um varðveislu- stað handritanna – eða ættum við að segja yfirráð handritanna? – má sjá sem lokahnykkinn á sjálfstæðisbaráttunni og á myndum frá afhendingu Konungsbókar eddukvæða og Flateyjarbókar á hafnarbakkanum í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.