Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 7

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 7
Á t t u e l d ? TMM 2014 · 1 7 21. apríl 1971 gefur að líta þjóð í sigurvímu – annað eins átti ekki eftir að sjást fyrr en silfurdrengjum handboltans var fagnað sumarið 2008. Á þeim árum sem mesti styrinn stóð um handritin háðu Íslendingar einnig aðra utanríkispólitíska baráttu: um fiskveiðilögsöguna.3 Stærstu skrefin í útfærslu landhelginnar voru stigin upp úr því að fyrstu handritin komu heim. Lögsagan var færð einhliða í 50 mílur 1972 og í 200 mílur árið 1976 og Íslendingar vörðu þessar ákvarðanir í kjölfarið bæði á láði – í réttarsölum og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – og á legi, í þorskastríðum. Og hrósuðu enn sigri. Segja má að fiskurinn í sjónum hafi naumast vikið úr hugum Íslendinga síðan. Kvótakerfið hefur séð til þess að deilum um ráðstöfunarrétt yfir auðlindinni linnir ekki. um handritin hefur hins vegar ekki gustað. Þvert á móti er gengið að þeim sem gefnum hlut, nema kannski þegar þjóðfélagið riðar til falls. Handritin komu heim og voru sett í trausta geymslu – málið var dautt. Og eftir því sem lengra líður frá sigurdeginum mikla á hafnarbakkanum fjarar æ meir undan vitund þjóðarinnar um þýðingu handritanna. Handritin sem bling Það vantar svo sem ekki að fólk sé stolt af menningararfinum á góðri stund. Í gróðærinu þótti fínt að vísa í fornritin: umfjöllun um starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar var tengd sagnaritun og fornum ættfræðiáhuga og ákjósan- legt fyrir Kára Stefánsson forstjóra að láta taka sjónvarpsviðtöl við sig með bókakost Árnastofnunar í baksýn. Annað líftæknifyrirtæki kallaði sig urður Verðandi Skuld og Íslandsbanki skipti um nafn og vildi heita Glitnir eins og bústaður Forseta er sagður heita í Snorra-Eddu. Tilvitnanir í Hávamál skreyttu risastóra borða utan á hóteli í Pósthússtræti og í höfuðstöðvum FL- group í Lundúnum mættu viðskiptavinir einnig spakmælum úr hinu forna kvæði (og nei, „Margur verður af aurum api“ var ekki þar á meðal). Það er ekki laust við að manni finnist að fornritin hafi þarna verið orðin einn allsherjar fylgihlutur – dýrindis accessoire, það sem kallað er „bling“. Kannski hefur einhver búist við því að þegar sjálfsánægja bóluáranna strykist af okkur myndi okkur auðnast að sjá menningararfinn í hófstilltara ljósi og jafnframt fara að huga að því að hlú að undirstöðum hans. Því miður bendir hins vegar margt til þess að á þeim áratugum sem liðnir eru frá því fyrstu handritin komu heim hafi okkur gersamlega mistekist að rækta með okkur ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum menningarverðmætum og skilning á því vísindastarfi sem þeim tengist. Almenningur spyr í grandaleysi hvort við á Árnastofnun séum ekki að verða búin að „taka við handritunum“ – af hverju þurfið þið að hafa sérfræðinga í vinnu? Auðmönnum landsins hefur aldrei dottið í hug að leggja fé í sjóð til þess að styrkja rannsóknir í íslenskum fræðum. Og meira að segja höfðingi íslenskra vísindamanna, fyrrnefndur Kári Stefánsson, sagði í blaðagrein á síðastliðnu ári að „hand-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.