Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 7
Á t t u e l d ?
TMM 2014 · 1 7
21. apríl 1971 gefur að líta þjóð í sigurvímu – annað eins átti ekki eftir að sjást
fyrr en silfurdrengjum handboltans var fagnað sumarið 2008.
Á þeim árum sem mesti styrinn stóð um handritin háðu Íslendingar
einnig aðra utanríkispólitíska baráttu: um fiskveiðilögsöguna.3 Stærstu
skrefin í útfærslu landhelginnar voru stigin upp úr því að fyrstu handritin
komu heim. Lögsagan var færð einhliða í 50 mílur 1972 og í 200 mílur
árið 1976 og Íslendingar vörðu þessar ákvarðanir í kjölfarið bæði á láði – í
réttarsölum og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – og á legi, í þorskastríðum.
Og hrósuðu enn sigri. Segja má að fiskurinn í sjónum hafi naumast vikið
úr hugum Íslendinga síðan. Kvótakerfið hefur séð til þess að deilum um
ráðstöfunarrétt yfir auðlindinni linnir ekki. um handritin hefur hins vegar
ekki gustað. Þvert á móti er gengið að þeim sem gefnum hlut, nema kannski
þegar þjóðfélagið riðar til falls. Handritin komu heim og voru sett í trausta
geymslu – málið var dautt. Og eftir því sem lengra líður frá sigurdeginum
mikla á hafnarbakkanum fjarar æ meir undan vitund þjóðarinnar um
þýðingu handritanna.
Handritin sem bling
Það vantar svo sem ekki að fólk sé stolt af menningararfinum á góðri stund.
Í gróðærinu þótti fínt að vísa í fornritin: umfjöllun um starfsemi Íslenskrar
erfðagreiningar var tengd sagnaritun og fornum ættfræðiáhuga og ákjósan-
legt fyrir Kára Stefánsson forstjóra að láta taka sjónvarpsviðtöl við sig með
bókakost Árnastofnunar í baksýn. Annað líftæknifyrirtæki kallaði sig urður
Verðandi Skuld og Íslandsbanki skipti um nafn og vildi heita Glitnir eins
og bústaður Forseta er sagður heita í Snorra-Eddu. Tilvitnanir í Hávamál
skreyttu risastóra borða utan á hóteli í Pósthússtræti og í höfuðstöðvum FL-
group í Lundúnum mættu viðskiptavinir einnig spakmælum úr hinu forna
kvæði (og nei, „Margur verður af aurum api“ var ekki þar á meðal).
Það er ekki laust við að manni finnist að fornritin hafi þarna verið orðin
einn allsherjar fylgihlutur – dýrindis accessoire, það sem kallað er „bling“.
Kannski hefur einhver búist við því að þegar sjálfsánægja bóluáranna strykist
af okkur myndi okkur auðnast að sjá menningararfinn í hófstilltara ljósi og
jafnframt fara að huga að því að hlú að undirstöðum hans. Því miður bendir
hins vegar margt til þess að á þeim áratugum sem liðnir eru frá því fyrstu
handritin komu heim hafi okkur gersamlega mistekist að rækta með okkur
ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum menningarverðmætum og skilning á
því vísindastarfi sem þeim tengist. Almenningur spyr í grandaleysi hvort
við á Árnastofnun séum ekki að verða búin að „taka við handritunum“ –
af hverju þurfið þið að hafa sérfræðinga í vinnu? Auðmönnum landsins
hefur aldrei dottið í hug að leggja fé í sjóð til þess að styrkja rannsóknir í
íslenskum fræðum. Og meira að segja höfðingi íslenskra vísindamanna,
fyrrnefndur Kári Stefánsson, sagði í blaðagrein á síðastliðnu ári að „hand-