Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 13
Á t t u e l d ? TMM 2014 · 1 13 Sigurð Nordal. Þær voru hugsaðar til þess að ráða mætti ungt fræðafólk að stofnuninni í vissan tíma, eins konar nýdoktorastöður til eflingar bæði stofnuninni, fræðunum og ungu vísindafólki. Eitt af því sem ætti nefnilega að vera þjóðhollum stjórnmálamönnum umhugsunarefni er hvernig tryggja megi að gott námsfólk leggi fyrir sig íslensk fræði. Eins og málum er háttað eru engir hvatar til þess – engir styrkir eru í boði til þess að ýta undir slíkt námsval og líkur á starfi að loknu doktorsprófi sáralitlar; launakjörin lítt aðlaðandi. Það er skemmst frá því að segja að nýju rannsóknarstöðurnar hurfu í Hruninu, ekki hefur verið hægt að ráða í aðrar stöður sem hafa losnað og örlög húsbyggingarinnar má sjá í Grunni íslenskra fræða við Suðurgötu. Danir! Takið þennan kaleik frá okkur (aftur) Tölum um Húsið. Þegar Landssíminn var seldur árið 2005 var tilkynnt að einum milljarði af andvirði hans yrði varið til þess að reisa Hús íslenskra fræða. Símapeningarnir reyndust aldrei hafa eignast jarðneska tilveru, þeir voru og eru enn í húfu guðs (Mammons, væntanlega). Og Húsið er órisið og hefur ekki einu sinni fengið brúklegt nafn en það hefur þó öðlast tilvist í umræðunni: Það er sumum orðið tákn um Gæluverkefni. Þetta má glöggt sjá í umræðum um framkvæmdina á Alþingi í fyrravetur þar sem byggingunni var markvisst stillt upp andspænis fjárframlögum til heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Hér talar Birgir Ármannsson: Þetta er ekki góð fjárfesting að mínu mati. Þetta er ekki verðmætaskapandi fjár- festing í þeim skilningi sem ég legg í þau orð. Ég held að allir séu sammála um það að æskilegt væri og gleðilegt ef við hefðum efni á því á þessari stundu að hefja stóra og kostnaðarsama byggingu undir starfsemi sem tengist íslenskum fræðum. Það væri voðalega gaman, en á þeim tíma þegar við Íslendingar erum í mesta basli með að borga lögreglumönnum laun, hafa nægilega marga hjúkrunarfræðinga í vinnu og svo má lengi telja þá er ég þeirrar skoðunar að við höfum ekki efni á því að fara í lúxusverkefni af þessu tagi. Því miður. Þetta er að mínu mati dæmi um ranga for- gangsröðun.8 Ásbjörn Óttarsson tók enn dýpra í árinni: Hvað skyldi vera gert þegar búið er að loka heilsugæslustöðvunum og deildum á Landspítalanum? Á þá að fara með sjúklingana í hús íslenskra fræða? Er það til- fellið? Það sést í raun og veru og endurspeglast hér hversu veruleikafirringin er oft og tíðum mikil þegar menn eru að fara yfir þá hluti. Það er auðvitað ekkert gagn að því að byggja hús íslenskra fræða. Það er engin skynsemi og alger vitleysa og bruðl. Á sama tíma er verið að vega að grunnþjónustu og grunnstoðum landsins. Forsvarsmenn Landspítalans og starfsfólk hans á heiður skilið fyrir að hafa staðið af sér niðurskurðinn sem hefur orðið á stofnuninni og allar aðrar heilbrigðisstofn- anir á landinu hafa líka staðið sig einstaklega vel. En svo þegar rofar til að mati hv. stjórnarliða fara menn í svona gæluverkefni sem er auðvitað ekkert annað bruðl og vitleysa og þvæla.9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.