Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 17
TMM 2014 · 1 17 Hannes Lárusson Íslenski bærinn Bygging er verufræðileg skel, hljóðfæri sem bergmálar líf íbúanna, líf- fræðileg og félagsleg nauðsyn. Í henni á maðurinn í samræðu við landið og önnur mannvirki um leið og hún gerir ísmeygilegt tilkall til fortíðarinnar og framtíðarinnar, festir í sessi fagurfræðileg stílbrögð og tiltekna heimssýn. i Frá landnámi og fram á 20. öld bjuggu flestir Íslendingar á sveitabæjum víðs vegar um land. Þeir þurftu að læra að bjarga sér, koma sér þaki yfir höfuðið, finna viðurværi og snúa aðstæðum sér í hag til að lifa af í blautu og köldu landi. Þorp koma seint til sögunnar og varla að kalla megi stærstu þéttbýlis- kjarna á Íslandi þorp í hefðbundnum skilningi fyrr en líða fer á 20. öldina. Enn þann dag í dag eru skil milli þéttbýlis og dreifbýlis óskýr. Dæmi- gert íslenskt þorp er mjög dreift, ytri mörk óljós og miðja þess oft á reiki. Ef bensínstöðin, höfnin eða kirkjan eru þeir staðir sem mannlíf þéttbýlisins er talið hverfast um, þá vill svo til að þessi mannvirki eru oft í útjöðrum eða fyrir utan eiginlega miðju þorpanna. Þessi áhugaverði skortur á samhverfri miðju er eitt af megineinkennum í meðhöndlun Íslendinga á rými og umhverfi og má sjá víðast hvar þar sem þeir fara um höndum. Eðlilegast er að líta á þetta einkenni sem fagurfræðilega forskrift Íslendinga og frumlæga innstillingu. Listin að móta rými og mynda sjónrænt samræmi á grundvelli ósam- hverfra og lífrænna samsetninga er þegar betur er að gáð byggð á háþróaðri fagurfræði, sem finna má í staðbundinni alþýðubyggingarlist margra þjóða. Þessi gerð fagurfræði er Íslendingum ef til vill tiltækari og eðlislægari en öguð klassík eða strangur módernismi og líklegri til árangurs með auknum þroska hins unga borgar- og þorpssamfélags. Raunar má rekja þetta viðhorf til uppbyggingar í gegnum búsetusöguna og það hvernig þjóðin nam land og byggði sér bæi. ii Íslenska hugtakið „bær“ vitnar um inngróna tilfinningu fyrir því að hús sé fyrst og fremst til sem hluti af þyrpingu eða óreiðukenndri en sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.