Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 18
H a n n e s L á r u s s o n 18 TMM 2014 · 1 hangandi heild. Samsafn af byggingum er ýmist kallað „bær“ eða „þorp“ á íslensku. Í gegnum aldirnar byggðu Íslendingar bæi og bjuggu í bæjum. Bær er húsaþyrping þar sem skil milli húsa eru óljós og hver eining tengist við aðra með heildstæðum hætti. Það er reyndar ekki alveg ljóst hvort líta beri á hefðbundinn torfbæ sem eitt „hús“ eða mörg. Við samskeyti bæjarhúsanna myndast víða mannvæn, skjólsæl skot eða afdrep, rými til athafna. Ef bærinn er skoðaður í hæfilegri fjarlægð kemur í ljós að fyrirkomulag húsanna tekur ekki mið af sjónrænni samhverfu, en myndar lífræna heild sem hverfist eins og um sjálfa sig, huglæga, tilvistarlega miðju á grundvelli aðkallandi þarfar. Hugmyndir um framhlið og bakhlið af slíkum sjónarhóli eru oft óljósar. Viðtekið er að lykilhús skapi með einu eða öðru móti sjónræna þungamiðju, en á íslenskum bæ er sú ekki raunin.1 Bogadregnar götur myndast kringum húsin og gönguleiðir verða til, hálfvegis ofan á þeim, í grónum sundum þar sem veggir og þök mætast. Í hlaðsýn er bærinn samhangandi húsaröð þar sem flest þeirra snúa burstum fram, fjöldi bursta og íveruhúsa fer svo eftir bolmagni, umsvifum og þörfum. Oft snúa allmargir gaflar hver til sinnar áttar miðað við fram hlið, en sjaldgæft er að dyragaflar á íslenskum torfhúsum snúi í norður, nema lega fjalla og dala leyfi ekki annað. Á mörgum bæjarhúsum voru lengi vel ávalir torfgaflar með djúpum gluggatóftum sem runnu saman við þakið en smám saman urðu timburgaflar algengari. Reyndar hafa jarðefni, torf/gras, mold og grjót, lengst af verið allsráðandi í öllu yfirbragði innlendrar húsagerðar. Burstabæ, framlag 19. aldarinnar til íslenskrar byggingarlistar, er varla hægt að tala um nema um sé að ræða röð timbur- eða bárujárns klæddra þilstafna. Þegar nálgast aldamótin 1900 fara málaðir bárujárns gaflar að festast í sessi í sumum landshlutum og í byrjun þeirrar 20. skjóta steyptir bæjargaflar stundum upp kollinum. Þök voru að jafnaði brött bursta þök. Hallandi skúrþök urðu algengari með tilkomu bárujárnsins og koma fyrir á ýmsum útihúsum, skemmum, hjöllum og dyrahúsum eða bíslögum, en aldrei á baðstofum, stofuhúsum eða hlóðaeldhúsum. Flöt þök þekktust ekki á íslenskum torfbæjum.2 Þau voru ýmist með grasi eða bárujárni en sjaldan klædd timbri. Oft voru tiltæk efni notuð hvert með öðru; t.d. allir gaflarnir klæddir bárujárni nema einn torfgafl, þá oftast á hlóðaeldhúsi eða langhlið baðstofuhúss, eða timburgaflar og bárujárn á víxl eða steyptum gafli laumað inn í húsaröðina. Þessi efnisnotkun jók á fjölbreytni en raskaði yfirleitt ekki heildarmynd eða upplifun bæjarins né leiddi til teljandi sjónrænnar óreiðu eða stílbrota. Ef farið er um bæinn á jarðhæð inn um miðlægar bæjardyr taka við göngin sem rekja sig lengri eða skemmri leið til baðstofu þar sem naglföst rúm og rekkjur eru milli stafa oftast með fram hvorum langvegg, en í sumum til- fellum með göflum. Einnig finnum við búr, stofu, hlóðaeldhús, taðkofa og skemmur, smiðju, skúr, hlöðu og heygarð að húsabaki, rangala, kamar og fjós. Í grenndinni eru jafnframt byggingar eða fylgihús sem stundum eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.