Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 23
Í s l e n s k i b æ r i n n TMM 2014 · 1 23 heiminn, borðar, vinnur, sýslar, leikur sér, liggur í kör og kveður sér hljóðs og þarna gefa íbúarnir loks upp andann í rúmi sínu. Þessi kyrrláta, hyldjúpa vistarvera er þungamiðja, hjarta og móðurlíf húsaþorpsins og jafnframt merkasta framlag Íslendinga til þrívíðrar listar. Án baðstofunnar er íslenski bærinn ekki til. vi um tilurð baðstofunnar eins og hún birtist sem fullþróað íveruhús upp úr miðri 19. öld er margt enn á huldu. Ritaðar heimildir eru langfyrir- ferðarmestar hvað varðar tilvist baðstofu hérlendis á miðöldum í þeim skilningi að þarna hafi verið sérstakt hús ætlað til baða.7 Við fornleifaupp- gröft hafa fundist nokkur hús sem gætu hafa verið baðhús (sbr. Gröf í Öræfum, Kúabót í Álftaveri, Forna-Lá á Snæfellsnesi). Enginn heillegur bað- stofuofn eða ónn hefur fundist hérlendis en óyggjandi leifar slíkra ofna hafa fundist og möguleg ofnstæði hafa verið skilgreind í allnokkrum tilfellum.8 Eftir heimildum að dæma hefur miðaldabaðstofan verið óþiljað, jafnvel niðurgrafið hús í minni kantinum, með lágum veggjum og brattri súð, gjarnan staðsett fyrir aftan, en áföst við megin íveru- og nytjahús þessa tíma, þ.e. skála, stofu, búr og eldhús. Oft voru þessar fornu baðstofur ýmist með bekkjum eða pöllum meðfram veggjum og einhvers konar steinofni. Dæmi virðast líka vera um að þessi hús hafi staðið ein og sér í fjarlægð frá megin- húsunum. Tiltæk gögn, ýmist ritaðar heimildir eða uppgrafnar bæjarrústir, benda jafnframt til að þessi hús komi fremur seint fram á sjónarsviðið eða þegar líður á 12. öld, og eigi sinn blómatíma á Sturlungaöld, en upprunalegt hlutverk dvíni hratt þegar líður á 15. öldina. Margir hafa velt vöngum yfir því af hverju þetta ólögulega baðhús eða bað- stofa verður að aðalíveruhúsi fólks, en strax á öndverðri 16. öld bendir flest til að baðstofan sé komin í aðalhlutverkið meðal bæjarhúsanna. Valtýr Guð- mundsson, sem byggði rannsókn sína nær eingöngu á rituðum heimildum, taldi mál hafa þróast með þeim hætti að eftir að sú venja lagðist af að hafa eld í stofugólfinu hafi heimilisfólk safnast kringum steinofninn í baðstofunni og gert stundum hana að íveruhúsi að nóttu sem degi. Þegar steinofnar voru líka settir í gömlu stofuna hafi baðstofunafnið fylgt ofninum og færst yfir á það rými sem varð svo aðalíveruhús bæjarins að nóttu sem degi. Valtýr álítur sem sagt að nafnið hafi flust með ofninum yfir á stofuna og virðist þá gera ráð fyrir að baðstofan sem baðhús og gufubað hverfi smám saman. Arnheiður Sigurðardóttir tekur að mestu undir hugmyndir Valtýs. Hún ræður þó af rituðum heimildum frá 16. og 17. öld9 að ofnar eða eldstæði hafi tíðkast í baðstofum og að hið svokallaða ónhús hafi, svo lengi sem þess naut við, verið hluti af baðstofurýminu en ekki verið sérstakt hús. Í bók sinni Fortidsminder og nutidshjem paa Island (1897/1928) fer Daniel Bruun ekki mörgum orðum um framþróun baðstofunnar. Í þessu efni virðist hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.