Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 41
S e n d u r m e ð s v i p u TMM 2014 · 1 41 verslun í Hafnarfirði, sem um var samið. Ég segi henni af hinum undarlega förumanni og því sem okkur fór á milli á leiðinni. – Óttalegar ótuktir eru þeir, að mála karlgreyið í framan og fylla hann í ofanálag, segir hún. – Guði sé lof, Bjarni litli, að hann slasaðist ekki þegar þú hentir honum af baki. Orð hennar læsast um mig og í stað þess að vera hetja, verð ég skyndilega skömmustulegur, en er fljótur að verja mig. – Naaah, þetta var mjúkur grasbali og karlinn svo fullur að hann féll mjúkt eins og kettlingur. Þú átt annars von á honum og getur séð að ég mæli rétt, hann hljóp í veg fyrir mig hérna rétt ofan við bæinn. – En ferðin gekk að öðru leyti vel? Þú hlýtur að vera sársvangur og þyrstur, segir hún og vísar mér inn í bæinn. – Næ, ég kom við í Torfadal og fékk þar og drekka og … smákökur. – Þér hefur þó ekki verið boðið inn í bæ? segir hún alvarleg, stoppar í dyrahúsinu og lítur á mig. – Ha, er einhver veikur þar? – Þú veist auðvitað ekki, blessað barnið, að enginn kemur til veslings Guð- rúnar vegna þess að karlinn hennar er með holdfúa … – Ha! – Þú veist, limafallssýki, holdsveiki. Ég fölna upp því ég hef heyrt svo hræðilegar sögur um Hallgrím og holds- veikina, finn smákökurnar í maganum breytast í holdsveikipöddur, innihald magans ólgar … ég hleyp út og sel upp í grasið við hlaðhellurnar. Hún eltir mig … leggur hönd á bakið á mér meðan ég kúgast og reynir að róa mig. – Svona, svona Guðrún hlýtur að þvo bollann, og lætur ekki karlinn fara með fingurvana krumlu í kökukrúsina … Ég kúgast enn meira, finn vasaklútinn í vasanum innan um mola af hrognaköku karlsins … úff, hvílíkur dagur. Ég afþakka allar góðgjörðir, vil bara komast heim, heim til mömmu og upp í rúm. Þegar ég er sestur á Rauð og er í þann veginn að ríða af stað skýst flakkarahelvítið fyrir húshornið. Stúlka sem er þar að hengja þvott veinar af hræðslu og ég hressist við það og hlæ með karlinum og í þetta sinn svarar Rauður hotti mínu og æðir af stað. Hann er líka orðin hálfgerð taugahrúga eftir þessa ferð og vill heim, sogar í sig mínar tilfinningar, elsku dýrið, ég sussa á hann, klappa honum og syng reiðvísur hálfa leiðina heim til að halda mér glöðum. – Mér tókst þessi fyrsta sendiferð bærilega, kom kátur heim, segir Bjarni, – átti von á góðum launum og drap ljónið á veginum, eða drekann, eða hvað það heitir … – Sigraðist á ótta þínum? sting ég upp á. – Já, segir Bjarni og hlær. – Mannaðist. – Meira í bollann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.