Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 42
42 TMM 2014 · 1 Jón Óskar Sólnes Náttganga í stríðsmyrkri Þegar Norðurlandabúarnir yfirgáfu veitingastaðinn og röltu eftir tröðinni að A9-þjóðveginum áttuðu þeir sig á því að ekki var lýsing bara af skornum skammti fyrir utan húsakynnin, heldur var hún hreint engin við götuna. Þar var niðamyrkur. Monsúnskýin sáu til þess að ekki vottaði fyrir tunglskini. Þegar þeir gengu til norðurs og fjarlægðust veitingastaðinn var náttmyrkrið orðið svo svart að þeir sáu bókstaflega ekki handa sinna skil. Þeir höfðu komið akandi en hugðust ganga heim því að þetta hafði virst stuttur spölur á jeppanum. Nú var hins vegar dimmt og óvíst hversu lengi tæki að arka að afleggjaranum niður að svæðisskrifstofunni. Aðkomumennirnir reiddu sig á ungan nýliða sem sagði að þeir hlytu að finna þetta, náttstaðurinn væri handan við hornið. Leið svo og beið en þegar þeir höfðu gengið í nærri hálftíma voru gestirnir farnir að ókyrrast og fullyrtu sumir að þetta gæti ekki hafa verið svona langt. En bærinn var algjörlega myrkvaður og þeir höfðu ekki hugmynd um hvort þeir höfðu gengið of langt eða of stutt. Stundum urðu þeir varir við ein- hverja hreyfingu í myrkrinu – það gátu verið þöglir heimamenn á heimferð, hundar eða stórar og miklar rottur. Þá voru snákabit algeng hér um slóðir sem gerði ekki næturgönguna ánægjulegri. Diplómatinn var ekki lengur eins kurteis og áður og var reyndar orðinn fremur fúll og heyrðist tauta ýmis vel valin orð um strákinn sem fór fyrir þeim og skildi reyndar ekki neitt nema tónfallið. Ákveðið var að snúa við. Enn var gengið drykklanga stund þar til sást móta fyrir ljósum framundan. Þegar nær dró var ekki um að villast að þar var aftur kominn veitingastaðurinn sem var í þann veginn að loka. Þá var snúið við aftur, en afleggjarinn fannst ekki enn, svo mikið og algert var náttmyrkrið. *** Kannski var það hitinn og rakinn sem fóru verst í liðsmenn í norrænu vopnahléseftirlitssveitunum á Srí Lanka. Eða vonleysið sem blasti við þegar árin liðu. Friðareftirlitið hafði þó gengið vonum framar fyrstu árin eftir að tekist hafði að binda enda á stríðsátökin fyrir tilstilli Norðmanna árið 2002.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.