Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 43
N á t t g a n g a í s t r í ð s m y r k r i TMM 2014 · 1 43 Þá hafði stríðið milli uppreisnarsveita Tamíla í norður- og austurhluta eyjunnar og stjórnarhers Sinhalesa-stjórnarinnar í Colombo staðið með hléum í hálfan þriðja áratug. upphaflega höfðu ungir Tamílar gripið til vopna í nyrsta héraði landsins til að mótmæla áratuga kúgun Sinhalesa, að eigin sögn. Sinhalesar eru langfjölmennasta þjóðarbrotið á Srí Lanka og eru búddatrúar. Tamílar eru ráðandi í norðri og austri og eru hindúatrúar. Auk mismunandi trúarbragða tala Tamílar og Sinhalesar alls óskyld tungumál. Þegar vopnahléið frá 2002 hafði formlega verið í gildi í fjögur ár fækkaði í sveitunum og urðu Norðmenn og Íslendingar einir eftir. Ástæðan var sú að Danir, Finnar og Svíar höfðu orðið að hætta þegar Tamílatígrar drógu til baka heit sitt um að skerða ekki hár á höfði þeirra. Afstaða Tígranna til þessara Norðurlandabúa breyttist í kjölfar þess að skömmu áður höfðu stjórn völd í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi tekið þátt í því, í sameiningu með hinum ESB-ríkjunum, að skilgreina LTTE, herská frelsissamtök Tamíla, opinber lega sem hryðjuverkasamtök. Vissulega voru bardagaaðferðir Tamíla- tígranna, eins og þeir voru nefndir, oft ógeðfelldar, en þeir sögðust vera í nauðvörn. Væri sprengjum varpað úr lofti á almenna borgara á þeirra svæði gætu stjórnvöld í Colombo ekki kvartað ef almenningsvagn væri sprengdur í suðrinu. Þetta var hin kalda og raunalega röksemdafærsla stríðsins. Þótt vopnahléið væri á stundum gloppótt og enn ættu sér stað með reglu- legu millibili hörmuleg og blóðug atvik, hafði ástandið þó skánað til mikilla muna frá þeim tíma þegar hreint stríð ríkti. Afar skiptar skoðanir voru um gagnsemi vopnhléssamningsins meðal stjórnmálamanna í höfuðborginni í Colombo, en þeir herskáustu bentu á að enn væru framin launmorð á Sinhalesum í austrinu og að enn væru háðar sjóorrustur með reglulegu millibili. Voru þetta þó fjarlægir atburðir en öllu alvarlegra þótti að nýlega hafði kona ein sprengt sig í loft upp á lögreglustöð í Colombo. Hún var svokallaður Svartur tígri, en svo voru sjálfsmorðsliðar nefndir og hafði dregið háttsettan lögreglustjóra og þrjá óbreytta lögregluþjóna með sér í dauðann. Þetta var vissulega skelfilegt. En þrátt fyrir einstaka hörmungaratburði sem slíka varð ekki litið hjá því að eiginleg stríðsátök milli stjórnarhersins og Tamílatígra lágu að mestu niðri. *** Höfuðvígi Tamílatígra var bærinn Kilinochchí sem lá á miðri sléttu norðar- lega á Srí Lanka í fremur fámennu héraði. Venjulega óku friðargæsluliðar upp til Kilinochchi landleiðina frá Colombo til Anuradhapura, hinnar fornu höfuðborgar Sinhalesa, en þar hafði byggst upp talsverð ferðaþjónusta með lúxushótelum fyrir erlenda ferðamenn. Á þessu svæði er hinn svo- nefndi gyllti þríhyrningur þar sem getur að líta fornar borgarrústir, afar tilkomumiklar, bæði í Anuradhapura og heldur austar við hina fornu höfuðborg Polonnaruwa, og virki frá fimmtu öld uppi á hinu helga fjalli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.