Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 49
N á t t g a n g a í s t r í ð s m y r k r i TMM 2014 · 1 49 *** Morguninn eftir var farið snemma á stjá og var þá ótrúlegt að hugsa til þess að friðargæsluliðarnir hefðu gengið í rúman klukkutíma án þess að sjá handa sinna skil. Núna mátti telja byggingarnar og kofana á fingrum sér á leiðinni og var þetta innan við tíu mínútna gangur í dagsbirtu. Gallinn við dagsbirtuna var hins vegar sá að við sjóndeildarhringinn norður af bænum mátti sjá sprengjuþotur flughersins steypa sér í lágflug að æfa árásir á valin skotmörk. Æfingarnar vöktu mikinn óhug íbúa en jafnframt mikla reiði Tamílatígra. Þegar fram liðu stundir þótti hugsjónamaðurinn ungi erfiður í samstarfi og skrýtinn í skapi. Það var ekki til að auka orðstír hans innan sveitarinnar að á fyrstu dögunum á nýrri starfsstöð í bænum Mannar á vesturströndinni keyrði hann á mann á vélhjóli með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði og var haltur eftir allar götur síðan. Strákurinn hafði eins og svo margir nýliðar flaskað á því að aka jeppanum of greitt og horft í vitlausa átt í vinstri umferð- inni sem var óbreytt frá nýlendutíma Breta. Í ljós kom að þetta var skólastjóri barnaskólans í Mannar sem naut mikils álits í sínum heimabæ. Varð þetta atvik, þótt slys væri, til að rýra trúverðugleika friðargæslusveitarinnar og torvelda samskipti við heimamenn, enda töldu þeir skólastjórann hafa fengið smánarbætur, sem mátti til sanns vegar færa. Nafn smábæjarins Mannar átti eftir að komast í fréttir nokkru síðar vegna þess að þar voru hálfu ári síðar unnin einhver ljótustu voðaverk allrar stríðssögunnar á Srí Lanka og var þó af nógu að taka í þeim efnum. Þeir friðargæsluliðar sem komið höfðu að morðvettvangi voru lengi að jafna sig og gleymdu sennilega aldrei því sem þeir sáu þar, ekki síst börnunum. *** Fljótlega eftir myrkurgönguna í Kílinochchi hófust bardagar á nýjan leik. Stórsókn stjórnarhers Srí Lanka virtist koma Tamílatígrum í opna skjöldu, það var að minnsta kosti mat flestra erlendra fjölmiðla. Þetta mat var ekki í samræmi við þau skilaboð sem fengust á fundunum við yfirmenn Tígranna í Kílinochchí sem vöruðu ítrekað við yfirstandandi landhernaði. Nú kom það Tígrunum alvarlega í koll hversu ósveigjan- legir þeir höfðu verið í friðarsamningalotum á fyrstu árum vopnahlésins. Hvað yfirvofandi hernaðarátök varðaði, var meginvandi Tígranna sá að þeim hafði gengið afleitlega á undanförnum árum að smygla skotfærum og sprengjum til norðurhluta eyjarinnar í samanburði við fyrri ár. Munaði þar sennilega mestu um aukna samvinnu sjóhers Srí Lanka við Indverja sem leiddi til þess að fjölmörgum skipum hlöðnum skotfærum var sökkt í miklum sprengingum eftir árásir úr lofti. Hins vegar var talið að stjórninni í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.