Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 75
M i s t e r Ta y l o r TMM 2014 · 1 75 Löggjöfin um sjúkdóma fékk strax góðar undirtektir og var gerður að henni góður rómur í utanríkisþjónustunni og utanríkisráðuneytum vin- veittra þjóða. Samkvæmt þessari minnisstæðu löggjöf var alvarlega sjúkum gefinn einn sólarhringur til að koma pappírum sínum í lag og deyja, en hefðu þeir heppnina með sér og tækist að smita einhvern í fjölskyldunni, fengu þeir frest í mánuð fyrir hvert sýkt ættmenni. Þjóðin fyrirleit fórnarlömb vægra sjúkdóma og þá sem voru hreinlega illa fyrirkallaðir, og á götum úti mátti hver sem var hrækja framan í þá. Í fyrsta sinn í sögunni var viðurkennt mikil- vægi lækna sem enga veita lækningu (og voru nokkrir tilnefndir til Nóbels- verðlauna). Það að deyja þótti til marks um þjóðernisást af hæstu gráðu, ekki bara á landsvísu, heldur um alla álfuna, sem þótti enn æðri heiður. Með hinum aukna vexti í hliðargreinum (líkkistusmíði blómstraði sérlega vel með tæknilegri aðstoð fyrirtækisins) hófst í landinu, eins og sagt er, tímabil mikillar efnahagslegrar uppsveiflu. Þessara framfara varð helst vart á nýjum, litlum, blómalögðum stíg, þar sem eiginkonur þingmannanna gengu hjúpaðar angurværð á gullnum hausteftirmiðdögum, og litlu fallegu höfuðin þeirra kinkuðu kolli, já, já, allt væri í sómanum, þegar einhver umhyggjusamur blaðamaðurinn heilsaði þeim brosandi þarna á stígnum og tók ofan. Svona í framhjáhlaupi langar mig að minnast eins af blaðamönnum þessum sem einhverju sinni hnerraði hastarlega, en hnerrann gat hann ekki réttlætt. Hann var sakaður um öfgar og leiddur fyrir aftökusveitina. Það var ekki fyrr en eftir að hann lét lífið af einskærri fórnfýsi að sérfræðingar viðurkenndu að viðkomandi blaðamaður hefði verið eitt mesta höfuð lands- ins. En í smækkaðri mynd kom það svo vel út að það var engan mun að sjá. En hvað um Mr. Taylor? Á þessum tíma hafði hann verið tilnefndur sér- stakur ráðgjafi forseta lýðveldisins. Nú var svo komið, og er til marks um hverju einstaklingsframtak getur áorkað, að hann vissi ekki aura sinna tal; en það truflaði ekki svefnfrið hans því hann hafði lesið í síðasta bindi af Heildarverkum Williams G. Knight að smán fylgi ekki ríkidæmi, líti maður ekki niður á fátæka. Nú held ég að ég segi öðru sinni að allir tímar séu ekki góðir tímar. Þegar horft er til velgengni viðskiptanna gerðist hið óhjákvæmilega: með tímanum fór svo að ekki voru aðrir eftir á svæðinu en ráðamenn og eiginkonur þeirra, og blaðamenn og eiginkonur þeirra. Það var ekki erfitt fyrir heila Mr. Taylors að átta sig á því að eina mögulega lausnin væri að koma á stríði við nágrannaættflokkana. Hvers vegna ekki? Allt fyrir framfarirnar. Fyrsti ættflokkurinn var snyrtilega afhöfðaður á tæpum þremur mán- uðum; til þess voru notaðar litlar fallbyssur. Mr. Taylor naut þess hvernig yfirráðasvæði hans stækkaði. Síðan kom annar ættflokkur og sá þriðji, fjórði og fimmti. Framfarirnar voru svo skjótar að ekki leið á löngu þar til enginn óvinaflokkur fannst til að stríða við þrátt fyrir mikla leit tæknimanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.