Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Blaðsíða 92
S t e fá n S t e i n s s o n 92 TMM 2014 · 1 fyrirlíta allt sem varðveitt er í heilu lagi og vilja ekkert nema brot. Ég er ekki handritafræðingur. En Silja frelsaði mig undan Þúkýdídes-hugleiðingum þegar hún sagði mér að Sigurjón sálfræðiprófessor Björnsson hefði lokið við að þýða hann. Og það var eins og heilum Öræfajökli væri létt af sálu minni þegar kynni mín af Þúkýdídesi voru orðin að endurminningu. Í staðinn hef ég aðeins kroppað í ræðu Andókídesar um launhelgarnar og hugleitt sögu Apolloníusar frá Roðey um ferðalag Argóarfara eftir gullna reyfinu sem og Sanna sögu Lúkíanusar af ferðinni til tunglsins. Nú er ég ráðinn til sjúkra- flugs með Mýflugi og ef þeim tekst ekki að koma mér yfir í sælli veröld væri ég til í að takast á við Danmerkursögu Saxa málspaka. Ef einhver veit um einhvern sem er að takast á við eitthvað af þessu sem ég hef nefnt bið ég þann hinn sama að láta mig vita og mun ég samstundis draga mig í hlé. Ég tel flesta aðra betri þýðendur en mig en ég bý við þessa áráttu að verða að halda áfram. Sem betur fer hefur mér tekist að gera Heródótus sæmilega úr garði svo að öllum Íslendingum er sómi að fá hann að gjöf. Höfundur á reyndar talsverðan þátt í því. Ég ræddi eitt sinn við Óttar lækni Guðmundsson hvort væri kræsilegra þýðingarstarf eða frumsamið. Hann kaus frumsamið. En ég gæti ekki tekið ábyrgð á því að eitthvað sem ég hefði samið ætti að geymast meðal manna eða seljast fyrir fé. Í ljósi Heródótusar myndi ég líka krefjast þess að það héldi markaðshlutdeild í 2400 ár. Það yrði eins og kvennamálin hjá Jóhann- esi Brahms, óyfirstíganleg viðmið á borð við Klöru Schumann. Í þýðingum þarf maður ekkert að hugsa um þýðingarverðlaun Norðurlandaráðs eða þýðingamessu í Frankfurt, slíkt er einfaldlega ekki til. Einna helst gæti ég sett nokkur ljóð í prentun. Af þeim á ég slatta. Eitt sinn var til stefna í arkitektúr sem hét brútalismi. Ég hugsa að ljóð mín falli í þann flokk. Áður hef ég drepið á þá áráttu sem það er að vera að standa í þessu. En það er líka yfirbót. Allir þeir sem lærðu með mér í Bretlandi og flestir úr læknadeild hafa lokið doktorsprófi. Meira að segja drykkfelldasti læknaneminn frá Laugarvatni hefur lokið doktorsprófi. Og sá sem reykti mest og kom úr MA (honum voru reykingar heilagar) er orðinn doktor í varðveislu lungna- sjúkdóma. Það er rúmur aldarfjórðungur síðan ég stóð í læknisbústaðnum á Þingeyri og straujaði skyrtu og sendi konungi Svíþjóðar eintak af doktors- ritgerð minni í huganum. Þá var ég á leið í fæðingalækningar. Ekkert varð úr því. Ég hef aldrei vitað aðra eins vitleysu. En ég hef 20 sinnum byrjað á rannsókn í læknisfræði og alltaf hætt. Það er ógeðslega leiðinlegt. Það er því nokkurs konar yfirbót að standa fyrir útgáfu á pésa eins og Heródótusar. Ég vona að hann varðveitist ekki verr í minni manna en meðal doktorsritgerð uppi á hillu inni hjá læknariturum. Fyrir þá sem vænta yfirlits yfir kverið er óhætt að segja að 1. bók fjallar um Krösus og Kýrus, 2. bók um Egyptaland, 3. um átök Persa og Egypta og valdatöku Daríusar í Persíu, 4. um hernað Daríusar gegn Skýþum þar sem nú er Úkraína og gegn Afríku sem Hellenar kölluðu Líbýu, 5. um uppreisn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.