Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 93
H e r ó d ó t u s i f y l g t ú r h l a ð i TMM 2014 · 1 93 Jóna, 6. um ósigur Jóna og orrustuna við Maraþon, 7. um herför Xerxess og orrustuna í Laugaskörðum, 8. um sjógutl við Artemisíum og vendipunkt stríðsins, orrustuna við Salamis, og 9. um ósigur Persa og bardaga við Plateu og Mýkölu. Bókin er ósegjanlega full af sögum og ævintýrum, tilvitnunum og ívitnunum. Hvað er athugavert við dindilinn á arabísku sauðfé? Hver var drepinn þegar hann heimtaði að tala við konung meðan konungur samrekkti konu? Hvers konar sandrok gróf heilu herdeildirnar? Af hverju voru fagrar og frægar konur ekki smurðar strax eftir andlátið hjá Egyptum? Hvernig tengjast Forngrikkir fyrstu handverkssýningunni á Hrafnagili 1992? Af hverju var augnlæknirinn í fýlu við konunginn? Hverjar voru launhelgarnar? Af hverju stýrði kona persnesku herskipi? Hvernig er sæði Indverja á litinn? Hver var uppáhaldsaftökuaðferð Persa? Hverjir sigldu kringum Afríku? Hvernig var nauðgaranum refsað? Og svo framvegis. Ég hef hugsað mér að ljúka þessum pistli með uppáhaldskafla mínum úr Heródótusi. Það er síðasti kafli 8. bókar. Ég held að hann kristalli ágætlega þær sálarinnar teygjur sem átökin við Persa voru og þá í leiðinni hvers vegna Evrópa er í dag ekki kálfur út úr Persíu. Ekki er víst að Rómaveldi hefði orðið til eins og við kynntumst því ef Persar hefðu sigrað. Kannski hefði Heimir bróðir þá fengið 9,9 í persnesku á stúdentsprófi í MA en ekki latínu. En þegar hér er komið sögu í kaflanum eru þrjár af sex stórorrustum búnar. Hellenar höfðu sigrað við Maraþon tíu árum fyrr. Persakonungur hafði nú dregið yfir þá að því er virtist óvígan her og flota en var í þann veginn að falla á sjálfs síns bragði: Hann kom allt of fjölmennur með óþjálfað lið og ósynda menn og allt fór í graut. Þeir unnu að vísu hina 300 í Laugaskörðum með svikum og gerðu patt við Artemisíum en eru nú búnir að tapa við Salamis, 100 km2 eyju á Saronsflóa úti fyrir Aþenu. Xerxes hefur brennt Aþenu og þar með hof öll og blóthús. En þótt hann sé farinn heimleiðis hefur hann skilið eftir 300.000 manna úrvalsher í Böyótíu. Eða Þessalíu, ég man það ekki alveg. Spartverjar hafa boðist til að útvista konur, börn og búsmala fyrir Aþeninga þar sem borgin er í rúst en þetta fólk dvelur um þessar mundir á Salamis. Samt óttast þeir það mest að Aþeningar muni sættast við úrvalsher Persa og saman herji þeir á Lakverjaland og höfuðborg þess, Spörtu. Þeir gera því út sendimenn með mikilli panik að tala um fyrir Aþeningum. Hittast þeir allir á einum fundi, sendimenn Spartverja, Aþeningar og Alexander, for- faðir Alexanders mikla, sendiboði frá Persum, sem flytur allt þeirra skrum og gylliboð. Spartverjar eru oft kallaðir Lakverjar og Persar útlendingar sem þýðing á barbaroi en stundum Medar eftir forverum sínum, herraþjóð í Asíu. Þegar lokakafli 8. bókar hefst hafa Aþeningar veitt Persum algjört afsvar og sagt þeim að snauta heim. Þetta er sá kafli sem hvað oftast hefur komið út klökkvanum hjá mér en þó sjaldan á þriðja glasi. Þannig svöruðu þeir Alexandri en við sendimenn frá Spörtu sögðu þeir þetta: „Að þið Lakverjar skylduð óttast að við slægjum í sætt við útlendinga var ákaflega mannlegt. En það er þó skömminni líkast að þið sem þekkið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.