Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 104
Á g ú s t B o r g þ ó r 104 TMM 2014 · 1 síns. Framtaksleysið gæti tekið völdin þegar hann hefði ekkert aðhald lengur og það verk að kaupa sér þvottavél, koma henni fyrir í þvottahúsi og tengja hana gæti frestast von úr viti og hann freistast til að notast við almennings- þvottahús, setja smámynt í þvottasjálfsala, sitja síðan og bíða með tímarit eða bók í höndunum. Hann hafði gengið framhjá svona stað um daginn og gat vart hugsað sér dapurlegri sjón. Þegar hann var búinn að hengja allt upp úr þvottavélinni tók hann blúss- urnar hennar aftur af herðatrjánum og festi þær með klemmum upp á snúruna, eins og hún vildi. Þetta voru nú einu sinni hennar föt. Hann ætlaði að þrífa salernið áður en hún kæmi heim og hann ætlaði að notast við röku einnota þvottaklútana sem hún sagði að væru ekki nógu góðir á bakteríurnar á klósettsetunni. Það var bölvuð vitleysa, engu líkara en hún vildi alltaf velja þá aðferð sem var flóknari og seinlegri, eins og það væri meiri dyggð af erfiðum húsverkum en léttum og skilvirkum. Hann slökkti ljósið í þvottahúsinu og gekk upp hálfmyrkvaðan stigann. um leið hvarf hugur hans mörg ár aftur í tímann. *** Hann fór að hugsa um Þóru, fyrrverandi sambýliskonu Braga, yngri bróður hans, frá því á tíunda áratugnum; í fyrstu virtist það tilefnislaust en smám saman varð ástæðan augljós. Þóra var látlaus stúlka, ekki málgefin, hvorki fríð né ófríð. Hún sinnti húsverkum af elju og nákvæmni, straujaði meira að segja nærbuxur og borðtuskur. Hún dró sig yfirleitt í hlé í samræðum í fjölskylduboðum, stundum með viðkvæðinu „Æ, ég þoli ekki pólitík,“ jafn- vel þó að umræðuefnið væri eitthvað allt annað en stjórnmál. Óskar kom af fjöllum þegar hann frétti að Bragi væri fluttur út frá henni. Hélt að allt gengi svo ljómandi vel, dóttirin Alma dafnaði og þau unnu bæði hörðum höndum en voru laus við fjárhagserfiðleika. Þóra var að vísu langþreytt á slagsmálunum sem Bragi lenti í þegar þau fóru út að skemmta sér. Það var gremjulegt að þurfa að fara með eiginmanninn alblóðugan á slysamóttöku upp úr miðnætti eða horfa á dyraverði yfirbuga hann spriklandi á gólfinu og laganna verði teyma hann upp í lögreglubíl, eftir að hafa hlakkað alla vikuna til að komast í Þjóðleikhúskjallarann til að dansa og haft fyrir því að útvega barnapíu. Einu sinni þurftu þau að punga út stórfé fyrir tannaðgerð á manni sem hafði gert þau mistök að ryðjast fram fyrir Braga á barnum. Bragi áleit sig ekki vera slagsmálahund en hann lét engan vaða yfir sig og var svo óhepp- inn að menn sem það vildu gera urðu sífellt á vegi hans. Svona uppákomur voru þó ekki skilnaðarsök. En þegar Þóra komast að því að Bragi var farinn að halda við tvítuga stúlku rak hún hann á dyr. Fleygði fötunum hans út um gluggann svo þau lágu eins og hráviði um lóðina og gangstéttina. Bragi þurfti að tína allt upp og troða inn í aftursætið á gömlu Mözdunni á meðan Þóra lét formælingum rigna yfir hann úr glugganum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.