Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 106
Á g ú s t B o r g þ ó r 106 TMM 2014 · 1 tilhugalíf loksins úr sögunni. Það var síðan löngu eftir það sem Óskar frétti að Bragi hefði ráðist á sambýlismann Þóru. Fyrstu fréttir af þessu bárust frá móðurinni og þær hljómuðu ekki mjög áreiðanlegar. „Bragi og Þormar lentu víst í slagsmálum,“ sagði hún í símann. „Ég vildi bara láta þig vita af því ef ske kynni ef þú fréttir þetta úti í bæ.“ „Hver er Þormar?“ „Nú, kærastinn hennar Þóru!“ „Og hvers vegna lentu þeir í slagsmálum?“ „Ég veit það ekki, ætli Þormar sé ekki bara að deyja úr afbrýðisemi, dauð- hræddur um Þóru sína.“ „Að hann hafi ráðist á Braga?“ „Já, örugglega. Pabbi hans var víst frægur slagsmálahundur fyrir vestan.“ „En Bragi og Þóra hættu saman fyrir mörgum árum. Hvers vegna ætti þessi Þormar að vera afbrýðisamur?“ „Spurðu mig ekki að því. Bragi leit inn til mín í gærkvöld og hann var með þennan hrikalega hálsríg ennþá eftir manninn, getur varla hreyft höfuðið.“ „Og hvar slógust þeir? Á einhverri búllu?“ „Nei, heima hjá Þóru.“ „Og hvað var Bragi að gera þar? Það eru örugglega meira en sjö ár síðan hann flutti frá henni?“ „Ég veit það ekki. Hann á náttúrulega hana Ölmu með henni, ætli það hafi ekki bara verið eitthvað í sambandi við hana.“ Þetta samtal vakti fleiri spurningar en það svaraði svo Óskar hringdi í eldri systur þeirra, Báru, sem var í nánara sambandi við Braga en hann. „Þetta var út af þvottinum, Þormar dirfðist að hafa skoðun á því að Þóra væri að þvo af Braga.“ „Var Þóra að þvo af Braga? Eftir öll þessi ár? Hvers vegna í ósköpunum?“ „Sko, Bragi á ekki þurrkara, ekki mamma heldur, og svo var hann eitthvað ósáttur við hvernig Lovísa hengir upp og straujar af honum.“ „Hver er Lovísa?“ „Sambýliskona Braga. Hefurðu ekki hitt hana?“ „Aldrei hitt hana og aldrei heyrt hana nefnda.“ „Hún flutti til hans í haust. Ægilega góð stelpa en óttalegur krakki, bara 22 ára. Og kannski ekki gangandi húsmæðraskóli eins og Þóra, þú veist hvernig hún er.“ „Af hverju hengir hann bara ekki upp af sér sjálfur og straujar?“ „Það var nú það sem Þormar var að gera veður út af.“ „Já, en hvers vegna? Ég er búinn að hengja upp og strauja í mörg ár og samt á ég konu. Hvaða rugl er þetta í manninum? Og í henni?“ „Það er bara þessi hræðilega meðvirkni, þessi hryllilegi sjúkdómur sem ég þekki allt of vel sjálf og hef virkilega þurft að hafa fyrir að ná bata frá.“ Óskar andvarpaði, Bára hafði skilið fyrir mörgum árum og eftir skilnaðinn vitnaði hún um ofdrykkju eiginmannsins og andlegt ofbeldi af hans hálfu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.