Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 118
H e l g i B j ö r n s s o n
118 TMM 2014 · 1
tímum við hraunhitaveitu í Heimaey, og velgerðarmaður Raunvísindastofnunar
háskólans, Vesturíslendingurinn Eggert Vilhjálmur Briem, fór að forvitnast um,
hvað aðrir á stofnuninni væru að bauka. Og Eggert kostaði (1976) smíði íssjár og gaf
okkur tvo vélsleða, svo að við gætum brunað um jöklana. Á þeim árum hefði enginn
íslenskur rannsóknarsjóður ráðið við að kosta það verkefni. Þegar mælitækin voru
tilbúin, hófst áratuga samstarf við Landsvirkjun og Vegagerðina. Þar reyndust verk-
fræðingarnir Jóhann Már Maríusson og Sigmundur Freysteinsson framsýnir stuðn-
ingsmenn. Styrkir komu einnig frá rannsóknasjóðum. Lengi unnu með mér að þessu
mælingum Marteinn Sverrisson, rafmagnsverkfræðingur, og Jón Sveinsson, tækni-
fræðingur, sem báðir eru látnir. Síðan hefur Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræðingur,
verið minn nánasti samstarfsmaður. Í öllu því samstarfi á ég þeim mikið að þakka.
Kynni mín af Norður-Ameríku hófust, þegar ég fékk styrk árið 1977 til þess að
ferðast í 8 vikur milli háskóla og rannsóknastofnana að eigin vali. Styrkurinn var frá
bandarískum auðmanni, Robert Maes, og American-Scandinavian Foundation
skipulagði ferðina, en að baki stóð dr. Jóhannes Nordal. Síðan hef ég haldið góðum
tengslum við jöklafræðinga í Norður-Ameríku og dvalist mánuðum saman við störf í
Boulder í Colorado í Bandaríkjunum og í Vancouver í Kanada.
Í 40 ár hef ég unnið við Raunvísindastofnun háskólans. Þar hafa verkefni hvatt
mig og mótað og samstarfsmenn, innlendir og erlendir, verkfræðingar á ýmsum
stofnunum, nemendur og fróðleiksfús og spurull almenningur. Viðfangsefnin hafa
verið hagnýt landkönnun. Hvað eru jöklarnir þykkir? Hvernig er landslag undir
þeim, hásléttur, dalir, fjöll og eldstöðvar? Er líklegt, að jökulár flytjist til á næstu
árum, brýr standi yfir þurrum farvegum eða virkjanir skorti vatn? Hvar er hætta á
jökulhlaupum í byggð, ef gos kemur upp undir jökli, þar sem jarðskjálftamælingar
benda til eldsumbrota? Hvenær urðu jöklar landsins til? Hve lengi endast þeir í
núverandi loftslagi? Verða þeir horfnir fyrir lok næstu aldar, ef framundan er sú
hlýnun, sem nú er spáð? – Já, framundan gætu verið hröðustu breytingar á
umhverfi, sem orðið hafa, frá því land byggðist. Áhrifanna gætti á vatna- og gróður-
far, landnýtingu, samgöngur, vatnsaflavirkjanir, landris og jafnvel eldvirkni.
Sjálft Ísland þykir forvitnilegt í mínum fræðum. Landið er merkilegt vegna stöðu
þess á hnettinum; það er á mörkum heitra og kaldra strauma í lofti og hafi og því
mikilvæg rannsóknarstofa til skilnings á hnattrænum loftslagsferlum. – Rannsóknir
á íslenskum jöklum hafa lagt skerf til alþjóðlegra jöklafræða. Orðið „jökulhlaup“ er
nú alþjóðlegt eins og orðin „sandur“ og „geysir“. Óvíða á hnettinum hefur jafnítar-
legra gagna verið aflað um alla þætti, sem lýsa jöklum, enda stutt að fara til þeirra.
En við þurfum að auka fræðilega úrvinnslu gagna. Við erum gjaldgeng og leggjum
lið í leit að ýmsum svörum í jöklafræði. Aðeins eitt dæmi: Herðir aukin bráðnun
jökla á botnskriði þeirra, svo að það flýtir fyrir framrás heimskautajökla til sjávar?
Nú er liðin tæp hálf öld, síðan Ormestad og Øgrim vöktu okkur stúdenta með reikn-
ingsdæmum um dvalartíma efna í andrúmslofti. Þeir gerðu ráð fyrir, að efnastyrkur
væri í jafnvægi, jafnmikið streymdi inn og út úr lofthjúpnum. Síðan hefur mannkyn
raskað þessu jafnvægi með brennslu jarðefnaeldsneytis, styrkur koltvísýrings (CO2)
vaxið frá 320 í 400 milljónustu hluta af rúmmáli lofts (ppmv). Hafið tekur ekki leng-
ur jafnóðum við öllu, sem dælt er út í loftið. Við lifum á annars konar Jörð en stúd-
entar, sem hófu nám við Oslóarháskóla fyrir 50 árum. Þá gátu kennarar reiknað með