Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 118
H e l g i B j ö r n s s o n 118 TMM 2014 · 1 tímum við hraunhitaveitu í Heimaey, og velgerðarmaður Raunvísindastofnunar háskólans, Vesturíslendingurinn Eggert Vilhjálmur Briem, fór að forvitnast um, hvað aðrir á stofnuninni væru að bauka. Og Eggert kostaði (1976) smíði íssjár og gaf okkur tvo vélsleða, svo að við gætum brunað um jöklana. Á þeim árum hefði enginn íslenskur rannsóknarsjóður ráðið við að kosta það verkefni. Þegar mælitækin voru tilbúin, hófst áratuga samstarf við Landsvirkjun og Vegagerðina. Þar reyndust verk- fræðingarnir Jóhann Már Maríusson og Sigmundur Freysteinsson framsýnir stuðn- ingsmenn. Styrkir komu einnig frá rannsóknasjóðum. Lengi unnu með mér að þessu mælingum Marteinn Sverrisson, rafmagnsverkfræðingur, og Jón Sveinsson, tækni- fræðingur, sem báðir eru látnir. Síðan hefur Finnur Pálsson, rafmagnsverkfræðingur, verið minn nánasti samstarfsmaður. Í öllu því samstarfi á ég þeim mikið að þakka. Kynni mín af Norður-Ameríku hófust, þegar ég fékk styrk árið 1977 til þess að ferðast í 8 vikur milli háskóla og rannsóknastofnana að eigin vali. Styrkurinn var frá bandarískum auðmanni, Robert Maes, og American-Scandinavian Foundation skipulagði ferðina, en að baki stóð dr. Jóhannes Nordal. Síðan hef ég haldið góðum tengslum við jöklafræðinga í Norður-Ameríku og dvalist mánuðum saman við störf í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum og í Vancouver í Kanada. Í 40 ár hef ég unnið við Raunvísindastofnun háskólans. Þar hafa verkefni hvatt mig og mótað og samstarfsmenn, innlendir og erlendir, verkfræðingar á ýmsum stofnunum, nemendur og fróðleiksfús og spurull almenningur. Viðfangsefnin hafa verið hagnýt landkönnun. Hvað eru jöklarnir þykkir? Hvernig er landslag undir þeim, hásléttur, dalir, fjöll og eldstöðvar? Er líklegt, að jökulár flytjist til á næstu árum, brýr standi yfir þurrum farvegum eða virkjanir skorti vatn? Hvar er hætta á jökulhlaupum í byggð, ef gos kemur upp undir jökli, þar sem jarðskjálftamælingar benda til eldsumbrota? Hvenær urðu jöklar landsins til? Hve lengi endast þeir í núverandi loftslagi? Verða þeir horfnir fyrir lok næstu aldar, ef framundan er sú hlýnun, sem nú er spáð? – Já, framundan gætu verið hröðustu breytingar á umhverfi, sem orðið hafa, frá því land byggðist. Áhrifanna gætti á vatna- og gróður- far, landnýtingu, samgöngur, vatnsaflavirkjanir, landris og jafnvel eldvirkni. Sjálft Ísland þykir forvitnilegt í mínum fræðum. Landið er merkilegt vegna stöðu þess á hnettinum; það er á mörkum heitra og kaldra strauma í lofti og hafi og því mikilvæg rannsóknarstofa til skilnings á hnattrænum loftslagsferlum. – Rannsóknir á íslenskum jöklum hafa lagt skerf til alþjóðlegra jöklafræða. Orðið „jökulhlaup“ er nú alþjóðlegt eins og orðin „sandur“ og „geysir“. Óvíða á hnettinum hefur jafnítar- legra gagna verið aflað um alla þætti, sem lýsa jöklum, enda stutt að fara til þeirra. En við þurfum að auka fræðilega úrvinnslu gagna. Við erum gjaldgeng og leggjum lið í leit að ýmsum svörum í jöklafræði. Aðeins eitt dæmi: Herðir aukin bráðnun jökla á botnskriði þeirra, svo að það flýtir fyrir framrás heimskautajökla til sjávar? Nú er liðin tæp hálf öld, síðan Ormestad og Øgrim vöktu okkur stúdenta með reikn- ingsdæmum um dvalartíma efna í andrúmslofti. Þeir gerðu ráð fyrir, að efnastyrkur væri í jafnvægi, jafnmikið streymdi inn og út úr lofthjúpnum. Síðan hefur mannkyn raskað þessu jafnvægi með brennslu jarðefnaeldsneytis, styrkur koltvísýrings (CO2) vaxið frá 320 í 400 milljónustu hluta af rúmmáli lofts (ppmv). Hafið tekur ekki leng- ur jafnóðum við öllu, sem dælt er út í loftið. Við lifum á annars konar Jörð en stúd- entar, sem hófu nám við Oslóarháskóla fyrir 50 árum. Þá gátu kennarar reiknað með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.