Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2014 · 1 héldu möðkuðu mjöli að landanum og stóðu í vegi fyrir að landsmenn gætu bjargað sér um nokkuð annað. Þessi virðist alls ekki hafa verið raunin, þótt auðvitað felist í þessu sannleikskorn. Miðað við frásögn Guðjóns og Jóns virð- ast Englendingar, Frakkar, Hollendingar og fleiri þjóðir voma sífellt við Ísland og landsmenn virðast hafa verið ansi klókir að fara sínu fram þrátt fyrir tilburði Dana til þess að koma í veg fyrir slíka verslun og vernda hagsmuni sína. Það auðveldaði landsmönnum vissulega leik- inn að fulltrúar Danakóngs á Íslandi voru fáir og landið stórt. Framan af eru Hansakaupmenn fyrirferðarmestir í Íslandsversluninni, og eitt af því sem athygli vekur er hin mikla uppskipun á fiski af Íslandsmiðum sem er til dæmis í Glückstadt í nærfellt 150 ár. Svo komast Hollendingar reyndar inn í Íslandsversl- unina og ná þar sterkri stöðu, meðal annars vegna gríðarlegra skulda Krist- jáns IV. Þann kóng má öðrum fremur kalla föður Kaupmannahafnar: hann gengur vasklega fram í að byggja upp borgina og meðal bygginga sem hann hafði forgöngu um og enn standa má nefna Sívaliturn, Kauphöllina (Börsinn), Rósenborgarhöll, Nýbúðirnar … En þessar miklu framkvæmdir Kristjáns IV. og svo stríðsgleði hans kostuðu sitt og Danir sátu stórskuldugir eftir. Hið stóra fyrirtæki um Íslandsverslunina, Islandsk kompagni, stóð höllum fæti og Hollend- ingar sættu lagi. Til dæmis eru skip þeirra um allt Ísland árið 1659 þegar ekkert danskt verslunarskip kemur hing- að út. Þannig ná þeir að smeygja sér inn í verslunina, þrátt fyrir hávær mótmæli danskra kaupmanna sem telja ekki ein- ungis sínum eigin hag ógnað heldur og „nokkur hundruð manna í Kaupmanna- höfn“ sem hafi framfæri sitt af Íslands- versluninni, og allt þetta fólk muni „bíða tjón af því að framandi mönnum sé leyft að versla á Íslandi“ (234), eins og segir í bréfi þeirra til yfirvalda. Þau orð sýna bæði viðhorfið til Íslands og hin mikil- vægu óbeinu áhrif Íslandsverslunarinnar í Kaupmannahöfn. Enginn vafi er þó á því að þessi þróun mála kom Íslendingum til góða. Einn þeirra sem þarna kemst inn í verslunina er Daninn Jonas Trellund frá Ribe, sem var giftur hollenskri konu og með hol- lenskt fjármagn á bak við sig. Sú fram- kvæmd minnir reyndar einna helst á kvótakerfið íslenska; Trellund kaupir einkaleyfi til þess að höndla á Íslandi fyrir fúlgur fjár og borgar þær hinum fjárvana Friðriki III. Danakonungi. Kon- ungur skuldbindur hollensku kaup- mennina hins vegar til búsetu í Kaup- mannahöfn, sem er klókt hjá honum því það kemur borginni til góða og færir þangað fjármagn. Til að mynda hreiðra margir þeirra um sig í Kristjánshöfn, sem að hluta til er byggð upp með Amst- erdam sem fyrirmynd. Jonas Trellund má kannski taka sem dæmi um kaup- mann sem virðist hafa tekið sitt hlutverk alvarlega, og verið framtakssamur kaup- maður sem verslar víða um land, eink- um á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar reisir hann til dæmis hús í Bjarnareyjum og hefur fjölda manns í vinnu á því svæði. Hann vingast við Eggert Björns- son ríka á Skarði á Skarðsströnd, og færir honum m.a. sykurtoppa að gjöf sumarið 1663 sem mun í fyrsta sinn sem sykurs er getið á Íslandi. Annar athyglisverður kaupmaður er á sviðinu um hundrað árum síðar, Niels Rydberg. Hann virðist hafa verið einlæg- ur framfaramaður þótt hann lendi í harðvítugum deilum við Skúla Magnús- son fógeta um Innréttingarnar, sem Ryd- berg virðist ekki hafa haft mikla trú á. Rydberg hefur hins vegar forgöngu um að kenna Íslendingum að verka saltfisk sem átti heldur betur eftir að vera mikil-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.