Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Qupperneq 122
D ó m a r u m b æ k u r
122 TMM 2014 · 1
héldu möðkuðu mjöli að landanum og
stóðu í vegi fyrir að landsmenn gætu
bjargað sér um nokkuð annað. Þessi
virðist alls ekki hafa verið raunin, þótt
auðvitað felist í þessu sannleikskorn.
Miðað við frásögn Guðjóns og Jóns virð-
ast Englendingar, Frakkar, Hollendingar
og fleiri þjóðir voma sífellt við Ísland og
landsmenn virðast hafa verið ansi klókir
að fara sínu fram þrátt fyrir tilburði
Dana til þess að koma í veg fyrir slíka
verslun og vernda hagsmuni sína. Það
auðveldaði landsmönnum vissulega leik-
inn að fulltrúar Danakóngs á Íslandi
voru fáir og landið stórt. Framan af eru
Hansakaupmenn fyrirferðarmestir í
Íslandsversluninni, og eitt af því sem
athygli vekur er hin mikla uppskipun á
fiski af Íslandsmiðum sem er til dæmis í
Glückstadt í nærfellt 150 ár. Svo komast
Hollendingar reyndar inn í Íslandsversl-
unina og ná þar sterkri stöðu, meðal
annars vegna gríðarlegra skulda Krist-
jáns IV. Þann kóng má öðrum fremur
kalla föður Kaupmannahafnar: hann
gengur vasklega fram í að byggja upp
borgina og meðal bygginga sem hann
hafði forgöngu um og enn standa má
nefna Sívaliturn, Kauphöllina (Börsinn),
Rósenborgarhöll, Nýbúðirnar … En
þessar miklu framkvæmdir Kristjáns IV.
og svo stríðsgleði hans kostuðu sitt og
Danir sátu stórskuldugir eftir. Hið stóra
fyrirtæki um Íslandsverslunina, Islandsk
kompagni, stóð höllum fæti og Hollend-
ingar sættu lagi. Til dæmis eru skip
þeirra um allt Ísland árið 1659 þegar
ekkert danskt verslunarskip kemur hing-
að út. Þannig ná þeir að smeygja sér inn
í verslunina, þrátt fyrir hávær mótmæli
danskra kaupmanna sem telja ekki ein-
ungis sínum eigin hag ógnað heldur og
„nokkur hundruð manna í Kaupmanna-
höfn“ sem hafi framfæri sitt af Íslands-
versluninni, og allt þetta fólk muni „bíða
tjón af því að framandi mönnum sé leyft
að versla á Íslandi“ (234), eins og segir í
bréfi þeirra til yfirvalda. Þau orð sýna
bæði viðhorfið til Íslands og hin mikil-
vægu óbeinu áhrif Íslandsverslunarinnar
í Kaupmannahöfn.
Enginn vafi er þó á því að þessi þróun
mála kom Íslendingum til góða. Einn
þeirra sem þarna kemst inn í verslunina
er Daninn Jonas Trellund frá Ribe, sem
var giftur hollenskri konu og með hol-
lenskt fjármagn á bak við sig. Sú fram-
kvæmd minnir reyndar einna helst á
kvótakerfið íslenska; Trellund kaupir
einkaleyfi til þess að höndla á Íslandi
fyrir fúlgur fjár og borgar þær hinum
fjárvana Friðriki III. Danakonungi. Kon-
ungur skuldbindur hollensku kaup-
mennina hins vegar til búsetu í Kaup-
mannahöfn, sem er klókt hjá honum því
það kemur borginni til góða og færir
þangað fjármagn. Til að mynda hreiðra
margir þeirra um sig í Kristjánshöfn,
sem að hluta til er byggð upp með Amst-
erdam sem fyrirmynd. Jonas Trellund
má kannski taka sem dæmi um kaup-
mann sem virðist hafa tekið sitt hlutverk
alvarlega, og verið framtakssamur kaup-
maður sem verslar víða um land, eink-
um á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar
reisir hann til dæmis hús í Bjarnareyjum
og hefur fjölda manns í vinnu á því
svæði. Hann vingast við Eggert Björns-
son ríka á Skarði á Skarðsströnd, og
færir honum m.a. sykurtoppa að gjöf
sumarið 1663 sem mun í fyrsta sinn sem
sykurs er getið á Íslandi.
Annar athyglisverður kaupmaður er á
sviðinu um hundrað árum síðar, Niels
Rydberg. Hann virðist hafa verið einlæg-
ur framfaramaður þótt hann lendi í
harðvítugum deilum við Skúla Magnús-
son fógeta um Innréttingarnar, sem Ryd-
berg virðist ekki hafa haft mikla trú á.
Rydberg hefur hins vegar forgöngu um
að kenna Íslendingum að verka saltfisk
sem átti heldur betur eftir að vera mikil-