Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 123
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 1 123
vægt í ljósi þess að saltfiskur verður með
tímanum verðmætasta útflutningsafurð
landsins. Rydberg lagði að auki til fjölda
umbótatillagna í landbúnaðarmálum
sem flestar gengu út að auka ræktun á
Íslandi, hann vildi jafnvel kanna hvort
hægt væri að rækta tóbak á Íslandi, en
lagði líka til þangvinnslu, brennisteins-
vinnslu og fleira. Þar strandaði, að því er
virðist, á andstöðu íslenskra embættis-
manna – gömul saga og ný. Niels Ryd-
berg var auk þessa lykilmaður í að
byggja upp eitt stærsta fyrirtæki Dana á
þessum tíma og síðar, Det asiatiske
Kompagni, og hagnaðist vel á þrælasöl-
unni frá Indíum – sem er sérstök og afar
áhugaverð hliðarsaga í verkinu. Það er
reyndar Rydberg sem ályktar sem svo að
um það bil tvö þúsund manns hafi lifi-
brauð af Íslandsverslun í Kaupmanna-
höfn, en þá voru íbúar borgarinnar í
kringum sextíu þúsund.
umfjöllunin um dönsku kaupmenn-
ina, sem höndluðu hér á Íslandi á 19. öld
en voru þó búsettir í Kaupmannahöfn,
er einnig bæði greinargóð og lifandi.
Margir þeirra skildu eftir sig varanleg
spor í sínu héraði, þótt verið hafi mis-
jafnlega þokkaðir, eins og gengur. Hér
má til dæmis nefna þá Örum & Wulff
sem höfðu sína starfsemi einkum á aust-
anverðu landinu og P.C. Knudtzon sem
hafði mest umsvif á sunnanverðu
Íslandi og var mikill stórgrósser og vel
tengdur inn í konungshöllina, var meðal
annars fylgdarmaður Friðriks arfaprins,
síðar Friðriks VII. konungs, í afbötun-
arferðinni frægu 1834 sem prinsinn var
sendur í til Íslands vegna sinna drykkju-
og kvennamála. P.C. Knudtzon stóð líka
fyrir ýmsum framfaramálum, lét meðal
annars reisa vindmyllur í Reykjavík,
flutti inn Bernhöft bakara og reisti
undir starfsemi hans Bernhöftstorfu-
húsin sem enn standa í Bakarabrekk-
unni, sem svo var kölluð (nú Banka-
stræti). En hin hliðin á málum er að
Knudtzon var sakaður um einokun,
yfirgang og ólöglegt samráð, meðal ann-
ars af Jóni Sigurðssyni. Þannig gengur
það til í heiminum … Hér má líka
minnast á Gudmannsverslun og
Höepfn ers- á Akureyri, Clausensverslun
í Ólafsvík, Sören Jacobsen á Skaga-
strönd, Tang á Ísafirði, Thomsens Mag-
asín í Reykjavík … og þannig mætti
lengi telja. Einnig má nefna Íslendinga
sem láta til sín taka í versluninni, svo
sem Gísla Símonarson sem sagður var
vellauðugur þegar hann lést sviplega í
vagnsslysi í Höfn árið 1837, Bjarna
Sívertsen í Hafnarfirði, Pétur Thor-
steinsson á Bíldudal og fleiri. Sérstaka
athygli vakti þáttur um Ólaf Thorlacius
á Bíldudal sem vann sig upp úr engu,
virðist hafa verið dugmikill og vinsæll,
starfrækti verslun bæði í Bíldudal,
Stykkishólmi og Ísafirði, og auðgast svo
verulega á því að flytja út saltfisk beint
til landa við Miðjarðarhaf, áður en hann
deyr sviplega af slysförum í Kaup-
mannahöfn árið 1815.
Við alla þessa verslunarsögu má svo
bæta því að mörg hús þessara umsvifa-
miklu Íslandskaupmanna standa enn í
Kaupmannahöfn; flest í Nýhöfn, við
Strandgade eða í Kristjánshöfn. Sam-
hengið í sögunni verður þannig ljóslif-
andi fyrir lesanda, þökk sé ríkulegri
myndskreytingu bókanna og koma ljós-
myndirnar úr ýmsum áttum, bæði frá
fyrri tíð en einnig úr nútímanum. Mynd-
irnar eru eitt hið skemmtilegasta við
þetta verk og full ástæða til að hrósa
myndaritstjórn og þeirri ákvörðun að
myndskreyta verkið svo myndarlega, þótt
þær geri verkið helmingi umfangsmeira
(og dýrara) en ella. Á hinn bóginn má
finna að því að myndatextar eru stund-
um bein endurtekning á því sem fram
kemur í texta, í stað þess að vera nýttir
fyrir aukafróðleik sem færa út verkið.