Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 1 125 um iðnaðarmenn og handverksmenn af ýmsu tagi sem sóttu menntun sína til Hafnar. Hér kemur til dæmis fram að á 19. öld námu alls 270 smiðir iðngrein sína í Kaupmannahöfn, en jafnframt sóttu landsmenn þangað til að nema prentverk, málaraiðn, ljósmyndun, klæðskeraiðn, hattagerð og saumaskap, járnsmíði, úrsmíði, skósmíðar, gull- og silfursmíði, bakaraiðn og bókband, svo það helsta sé nefnt. Eins og nærri má geta er þetta mikil saga og þau gífurlegu áhrif sem nám þessa fólks hafði á iðn- væðingu Íslands og alla framþróun í þjóðfélaginu blasa við. Fólk sagði ég, því þótt karlaslagsíðan sé allmikil framan af þessari sögu, af eðlilegum ástæðum því konur fyrri tíma voru ekki taldar eiga mikið erindi út fyrir landsteinana, þá koma þær smám saman inn í seinna bindið. Fyrsta konan sem lýkur iðnnámi er Ásta málari árið 1907, þekkt af endurminningum sínum sem Gylfi Gröndal skráði og frásögnum Þór- bergs af störfum fyrir hana rigningasum- arið mikla, en athyglisverð er líka sagan af Ragnheiði Berthelsen sem lærir til snikkara í Höfn fyrir aldamótin 1900 og lýkur svo prófi í húsgagnasmíði, og er á þeim tíma eina konan bæði í Kaup- mannahöfn og Reykjavík sem vinnur þar að iðngrein sinni. Þá er vikið að þeim löndum okkar í Höfn sem sannarlega var þagað um og séð til að kæmust lítt inn í söguna, en það voru fátækar alþýðustúlk- ur sem stórbændur eða höfðingjar gerðu barnshafandi og sendu þær svo utan. Eitt slíkt launbarn var Emil Jörgensen, skírður eftir Emil Nielsen stýrimanni sem vék góðu að móðurinni, Mörtu Eiríksdóttur sem varð snortin af hjálp- semi hans. Emil Nielsen varð síðar fyrsti forstjóri Eimskipafélags Íslands. Allur gangur var á því hvort þessar stúlkur skiluðu sér aftur til Íslands, sumar ílengdust og áttu ekki allar góða vist. Einn lærdómur af þessu ágæta verki Guðjóns og Jóns er að löngu tímabært sé að skoða rækilega hin miklu dönsku áhrif á íslenskt hvunndagslíf opnum huga. Þetta verk tæpir á mjög mörgum þáttum sem brýnt er að rekja áfram og gæti orðið liður í að endurmeta áhrif Dana á líf okkar og starf hér á landi. Á meðan sjálfstæðisbaráttan geisaði, og löngum seinna hafa þau verið feimnis- mál, „dönskuslettur“ hafa táknræna merkingu og skírskota ekki bara til mál- fars, og má skýra það sálfræðilega sem minnimáttarkennd; þörf smáþjóðar fyrir að réttlæta sig og stappa í sig stálinu. Af hverju að réttlæta sig? Eitt snýr að lýð- veldisstofnuninni árið 1944, en miklum fjölda Dana þótti hún nánast rýtingur í bak hersetinnar þjóðar og Íslendingar hefðu betur beðið þar til stríðinu lyki og haft af því meiri sóma. Einkum fannst þeim framkoman slæm gagnvart kon- ungi Íslands, Kristjáni 10., sem staðið hafði í ströngu gagnvart Þjóðverjum og verið þjóð sinni innblástur og fordæmi í hersetunni. Ýmsir menntamenn hér- lendis voru og þessarar skoðunar, en máttu sín lítils þar sem lítið rými var gefið til yfirvegaðrar rökræðu um slíkt milliríkjamál, eins og jafnan á Íslandi. Enda kom í ljós að Íslendingar kusu að fá sitt frelsi samstundis, skiljanlega því hver segir nei við frelsi? Þessi tími er nú liðinn. Ástæðulaust er að rækta með sér samviskubit vegna þessa, en að sama skapi er mikilvægt að við förum að meta Dani og margvísleg góð áhrif þeirra á land okkar og lýð að verðleikum. Nýlendutíminn er að baki. Fjölmargir Danir settust hér að og gerð- ust Íslendingar og gjarnan mætti huga meira að þeim þætti Íslandssögunnar – sögu Dana á Íslandi. Vel mættum við minnast þess oftar hversu vel Danir reyndust okkur í handritamálinu og er þeim til ævarandi sóma. Það er einstakt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.