Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 1 129 legrar skilgreiningar á íslensku landslagi var heftið Ísland í myndum, sem út kom 1906. Hugmyndina reifaði Sigfús hins vegar miklu fyrr, eða 1872, í texta sem hann sendi Jóni Sigurðssyni. Textinn var hluti af boðsbréfi til söfnunar áskrifenda að 100 prentuðum ljósmyndum sem gefnar yrðu út í 25 mynda syrpum. Sig- fús lýsir því yfir að hann hyggist taka myndir „af þeim stöðum á Íslandi, sem annaðhvort hafa einhverja sérstaklega og einkennilega náttúrufegurð til að bera, eða sem í sögulegu tilliti eru merkastir.“ Eins og Inga Lára segir kölluðust þarna á „tvö ólík sjónarhorn, annars vegar nátt- úran en hins vegar sögustaðir Íslend- ingasagna“. Þar nefnir hún til sögunnar kenning- ar þýska heimspekingsins Johans Herder (1744–1803), sem nutu mikillar hylli, bæði á Norðurlöndum og í þýskumæl- andi löndum. Herder taldi að náttúru- legt umhverfi mótaði gerð íbúa, því voru landslagsmyndir oft notaðar sem tákn fyrir „þjóðareðlið“. Hvorttveggja ljós- myndir og olíumálverk mátti nota til að árétta þetta „þjóðareðli“, en jafnframt voru þessar myndir taldar vitnisburður um menningarlega og efnahagslega stöðu þjóðarinnar (bls. 36). Þótt ekki megi vanmeta áhrif fjöl- prentaðra myndasafna útlendinga á borð við Gaimard, Kloss og Emanuel Larsen, þá er Sigfús er framar öðru „höfundur“ þessar er fagurfræðilegu og þjóðlegu sýnar á íslenskt landslag. Þótt „hundrað mynda útgáfa“ hans yrði ekki að veru- leika í upprunalegri mynd, birtust lands- lagsmyndir hans í vinsælum heftum Ferðamannafélagsins, í erlendum myndablöðum, á myndasýningum þeirra Þorláks Ó . Johnson og Sigfúsar í húsinu Glasgow 1883–84 og í áður- nefndu hefti frá 1906, að ógleymdum myndum sem seldar voru stakar á ljós- myndastofu þeirra Daníels. Óhætt er að segja að á árunum 1860– 90 hafi ljósmyndir Sigfúsar af Gullfossi, Árhver, Geysi, Heklu, Goðafossi, Snæ- fellsjökli, Skógarfossi og Þingvöllum greypst inn í vitund þjóðfrelsissinnaðra Íslendinga til frambúðar. Sérstaklega varð áhrifamikil og lífseig sú mynd sem hann dró upp af Þingvöllum, sameining- artákni sjálfstæðisbaráttunnar og „stór- kostlegasta, fjölbreyttasta … og fegursta stað á Íslandi“ (Sigurður Guðmundsson málari). „Þannig birtast okkur mosa- vaxnar hraunbreiður sundurskornar af gjám með útsýn yfir spegilslétt vatnið og yfir til fjalla og speglun í vatni innan hamraklettanna í Almannagjá eða útsýn ofan af hamraveggnum á Hakinu yfir á sléttur Vallanna“ … (bls. 37). Niðurstaða Ingu Láru er að það hafi orðið „hlutverk ljósmyndarinnar að skapa hefð fyrir myndum og koma upp myndmáli um Ísland og Íslendinga“ (bls. 40). Og að ljósmyndin hafi verið hinn eiginlegi „fyrirrennari málverksins á Íslandi.“ Tengslin blasa víða við, ekki einasta í beinum tilvísunum þeirra Þór- arins B. Þorlákssonar, Jóhannesar Kjar- val og Jóns Helgasonar í landslagsljós- myndir Sigfúsar, heldur einnig í því hvernig „sérkennileg og einkennileg náttúrufegurð“ og sögulegt ( og Íslend- ingasögulegt) mikilvægi eru samtvinnuð í verkum íslenskra landslagsmálara langt fram á fjórða áratug 20stu aldar. Til að mynda telur íslensk myndlistarsaga nú hundruð Þingvallamynda með keimlíku svipmóti og lýst er hér að ofan. Framþróun mannamynda En hafi Sigfús átt stóran þátt í að skapa hefð fyrir „sérkennilega fögrum“ og sögulega mikilvægum landslagsmálverk- um á Íslandi, þá er líka eins víst að hann og hinir fjölmörgu kollegar hans á land- inu hafi með portrettljósmyndum sínum einnig tafið framþróun málaðra manna-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.