Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 123
Á d r e pa TMM 2014 · 4 123 hver gat gert aðra menn sér undirgefna þótt það hafi naumast verið nema í þröngum hópi fyrst í stað. Eftir því sem maðurinn neytir meira af skilningstrénu eða heilabú hans stækkar, kemur sá hæfileiki til sögunn­ ar, sem við getum til hægðarauka kallað einu nafni klókindi. Í Snorra Eddu er það nefnt slægð þegar því er lýst hvernig Loki Laufeyjarson var frábrugðinn öðrum goðum. Á því þróunarstigi nýtt­ ist slægðin reyndar ekki enn til fulls í baráttu við bændaguðinn Þór sem slóst við náttúruöflin og tókst að fanga Loka í laxlíki. Áhrifaríkast var að sjálfsögðu, ef kraftur, klókindi, frekja og valdafíkn gátu farið saman, og það hlaut stöku sinnum að gerast. Þá var komið efni í foringja sem hafði lag á að afla sér auð­ æfa á kostnað fjöldans sem síðan mátti endurnýta til að auka enn völd sín og munað. Um leið höfðu slíkir menn ein­ att vit á því að velja sér snjalla ráðgjafa. Aðra verðleika þurftu ráðamenn í raun­ inni ekki að hafa til að halda völdum og velsæld sinni. Þessir foringjahæfileikar komu oft einna skýrast í ljós í stríðs­ átökum, enda heita höfðingjar á fornu þróunarstigi oft herstjórar. Valdatækni Einsog áður sagði finnast ekki beinar heimildir um þær aðferðir sem höfð­ ingjar beittu í öndverðu til að komast til auðs og valda og halda þeim. Þær hafa að sjálfsögðu verið breytilegar eftir stað­ háttum. Þegar þeir koma fram í ljós sög­ unnar, eru tvennskonar valdatæki þó jafnan sýnileg. Annarsvegar er hervald, sem saman stendur í fyrsta lagi af lífverði höfðingj­ anna, sem einkum er ætlað að verja þá fyrir hugsanlegri áreitni hins arðrænda lýðs. Í öðru lagi er lausaher, sem ráða­ menn kalla öðru hverju saman, einkum til að ræna eða skattleggja önnur land­ svæði, ellegar til að verja eigið svæði og stjórn sína gegn viðlíka árásum frá ágjörnum valdsmönnum annarra svæða. Áður en unnt var að skipuleggja öflugan her, þurfti að sjálfsögðu að finna upp og þróa vopn. Til þess nýttu höfðingjarnir sér snjalla og hugmynda­ ríka smiði eða nýttu fjárgetu ríkisins til að kaupa vopnin úr öðrum áttum. Hinsvegar höfðu valdsmenn oftast við hlið sér einhverskonar trúarleiðtoga með dularljómandi helgisiðum sjálfum sér til halds og trausts. Höfuð verkefni þeirra var að réttlæta gagnvart fjöldan­ um sérstöðu og forréttindi hins ráðandi hóps og yfirhöfðingjans, hvort sem hann nefndist konungur, jarl, fursti, emír, soldán eða keisari. Trúarbrögð eru upphaflega ekki annað en sakleysislegar tilgátur manna í viðleitni þeirra og djúpstæðri löngun til að skilja ýmis flókin fyrirbæri náttúr­ unnar. Slíkt má til að mynda lesa á skemmtilegan hátt í formála Snorra Eddu þótt hún sé ekki ýkja gömul í menningarsögunni. Þessa einlægu for­ vitni og þörf almúgans tóku klókir valdsmenn smám saman að hagnýta sér, og í samráði við hugmyndaríka kenn­ ingasmiði sem ósjaldan nefndust spá­ menn voru búin til og þróuð trúarkerfi sem gátu verið mjög breytileg frá einu ríki eða tímabili til annars, ekki síst á fjölmennum svæðum einsog Indlandi með guðahugmyndum á borð við Indra, Brahma, Visnú, Siva, ellegar Kína þar sem einna mest bar þó á hlýðnihyggju Konfúsíusar eftir að sögur hófust. Hvað sem öðru leið voru trúarkenn­ ingarnar jafnan til þess sniðnar að inn­ ræta lýðnum, að vald höfðingjanna væri ættað frá æðra máttarvaldi sem með engu móti mátti vefengja. Þær voru jafnframt látnar réttlæta ýmislegt mis­ rétti svosem þrælahald, misskiptingu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.